Síðasta vor var greinst frá áformum um stórbætta aðstöðu fyrir seli sem búa í húsdýragarðinum. Ný selalaug átti að margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi.
Nú hafa framkvæmdir hins vegar verið stöðvaðar og óvíst er með afdrif nýja heimilis selanna. Greint er frá þessu á Mbl.is. Þar er haft eftir Þorkatli Heiðarssyni, deildarstjóra Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, að málið sé bagalegt en hann hafi litlar upplýsingar um málið.
Búið er að hengja upp skilti á girðingu um holuna, þar sem laugin átti að vera, þar sem gestum er greint frá því að framkvæmdum hafi verið frestað að ákvörðun Reykjavíkurborgar. Þar segir að gengið verði frá svæðinu í maí og gestir eru beðnir afsökunar á raskinu.