Vill eignast börn með Bieber en er hrædd Máni Snær Þorláksson skrifar 15. maí 2023 00:08 Hailey Bieber segist vilja eignast börn með eiginmanni sínum en að hún verði hrædd við tilhugsunina. Getty/MEGA Fyrirsætan Hailey Bieber segist virkilega vilja eignast börn með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Justin Bieber. Hún segist þó verða hrædd við tilhugsunina sökum þess hve erfitt henni finnst þegar fólk talar um ástvini sína. „Ég bókstaflega er alltaf að gráta út af þessu,“ segir Hailey og hlær í viðtali við The Sunday Times þegar hún er spurð út í það hvort hún og Justin ætli að fara út í barneignir. „Ég vil svo mikið eignast börn en ég verð hrædd. Það er nóg að fólk segi hluti um eiginmanninn minn eða vini mína. Ég get ekki ímyndað mér að þurfa að horfast í augu við að fólk segi hluti um barnið.“ Það er kannski ekki skrýtið að Hailey hafi áhyggjur af slæmu umtali. Á þessu ári hefur mikill stormur geisað í kringum hana í tengslum við fyrrverandi kærustu Justin, tónlistarkonuna Selenu Gomez. Hailey var vægast ekki í uppáhaldi aðdáenda Selenu sem sumir gengu svo langt að senda henni morðhótanir. Í kjölfarið gaf Selena út alvarlega yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekki standa fyrir þessu. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti,“ sagði Selena í færslunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hailey opnar sig um möguleikann á að eignast börn með Justin. Í viðtali við Harper's Bazaar í ágúst í fyrra virtist hún gera ráð fyrir því að börnin kæmu á endanum hjá þeim. Hún sagði að það tæki mikla vinnu fyrir þau bæði að halda hjónabandinu gangandi, það eigi eftir að vera þannig með börnin líka. „Ég veit að þegar börnin koma að lokum inn í myndina þá verðum við aftur að leggja mikla vinnu í að láta það virka.“ Sjálfur hefur Justin einnig talað um að vilja eignast börn. Í viðtali hjá Ellen árið 2020 sagðist hann vilja eignast „eins mörg börn og Hailey er tilbúin að ýta út.“ Hollywood Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég bókstaflega er alltaf að gráta út af þessu,“ segir Hailey og hlær í viðtali við The Sunday Times þegar hún er spurð út í það hvort hún og Justin ætli að fara út í barneignir. „Ég vil svo mikið eignast börn en ég verð hrædd. Það er nóg að fólk segi hluti um eiginmanninn minn eða vini mína. Ég get ekki ímyndað mér að þurfa að horfast í augu við að fólk segi hluti um barnið.“ Það er kannski ekki skrýtið að Hailey hafi áhyggjur af slæmu umtali. Á þessu ári hefur mikill stormur geisað í kringum hana í tengslum við fyrrverandi kærustu Justin, tónlistarkonuna Selenu Gomez. Hailey var vægast ekki í uppáhaldi aðdáenda Selenu sem sumir gengu svo langt að senda henni morðhótanir. Í kjölfarið gaf Selena út alvarlega yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekki standa fyrir þessu. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti,“ sagði Selena í færslunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hailey opnar sig um möguleikann á að eignast börn með Justin. Í viðtali við Harper's Bazaar í ágúst í fyrra virtist hún gera ráð fyrir því að börnin kæmu á endanum hjá þeim. Hún sagði að það tæki mikla vinnu fyrir þau bæði að halda hjónabandinu gangandi, það eigi eftir að vera þannig með börnin líka. „Ég veit að þegar börnin koma að lokum inn í myndina þá verðum við aftur að leggja mikla vinnu í að láta það virka.“ Sjálfur hefur Justin einnig talað um að vilja eignast börn. Í viðtali hjá Ellen árið 2020 sagðist hann vilja eignast „eins mörg börn og Hailey er tilbúin að ýta út.“
Hollywood Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið