Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. maí 2023 06:39 Fylgi Erdogan í fyrri umferð kosninganna hefur komið mörgum á óvart. AP/Amrah Gurel Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. Eftir 20 ár á valdastólum var Recep Teyyip Erdogan sigurviss í ræðu sinni til stuðningsmanna í nótt og sagðist fullviss um að ná meirihluta atkvæða og tryggja sér embættið. Helsti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, segir hinsvegar ljóst að hann verði með pálmann í höndunum þegar yfir lýkur. Enn á eftir að telja um 10 prósent atkvæða og Erdogan er aðeins með 49,4 prósent atkvæða en Kilicdaroglu kemur næstur með 44,79 prósent. Þriðji frambjóðandinn, sem mun heltast úr lestinni fyrir aðra umferð, er svo með rúm fimm prósent atkvæða. Erdogan hefur verið nær einráður í Tyrklandi um árabil en síðustu misseri hefur hallað undan fæti. Verðbólgan mælist nú um 45 prósent og efnahagsaðgerðir forsetans hafa verið harðlega gagnrýndar. Þá var Erdogan einnig gagnrýndur fyrir lélegt viðbragð ríkisins við jarðskjálftunum í febrúar, þar sem rúmlega fimmtíu þúsund manns fórust. Því bjuggust margir við því að forsetinn myndi tapa kosningunum nú og kemur sumur sérfræðingum nokkuð á óvart hversu mikið fylgi Erdogan fékk í fyrri umferðinni. Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram 28. maí næstkomandi. Tyrkland Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eftir 20 ár á valdastólum var Recep Teyyip Erdogan sigurviss í ræðu sinni til stuðningsmanna í nótt og sagðist fullviss um að ná meirihluta atkvæða og tryggja sér embættið. Helsti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, segir hinsvegar ljóst að hann verði með pálmann í höndunum þegar yfir lýkur. Enn á eftir að telja um 10 prósent atkvæða og Erdogan er aðeins með 49,4 prósent atkvæða en Kilicdaroglu kemur næstur með 44,79 prósent. Þriðji frambjóðandinn, sem mun heltast úr lestinni fyrir aðra umferð, er svo með rúm fimm prósent atkvæða. Erdogan hefur verið nær einráður í Tyrklandi um árabil en síðustu misseri hefur hallað undan fæti. Verðbólgan mælist nú um 45 prósent og efnahagsaðgerðir forsetans hafa verið harðlega gagnrýndar. Þá var Erdogan einnig gagnrýndur fyrir lélegt viðbragð ríkisins við jarðskjálftunum í febrúar, þar sem rúmlega fimmtíu þúsund manns fórust. Því bjuggust margir við því að forsetinn myndi tapa kosningunum nú og kemur sumur sérfræðingum nokkuð á óvart hversu mikið fylgi Erdogan fékk í fyrri umferðinni. Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram 28. maí næstkomandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58