Strandveiðar – Sveitarómantík Samúel Sigurjónsson skrifar 15. maí 2023 20:01 ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar