Til hamingju Ísland, með safnafólkið Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2023 07:01 Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun