Til hamingju Ísland, með safnafólkið Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2023 07:01 Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar