Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 13:00 Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH þekkjast vel frá tíma sínum saman í Breiðabliki. S2 Sport Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira