Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 14:10 Skotíþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi stundað íþrótt sína á Álfsnesi. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi. Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi.
Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30
Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46
Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03