Innlent

Mest á­hrif á um­ferð síð­degis á þriðju­dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með rauntímaætlunum næstu tvo daga.
Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með rauntímaætlunum næstu tvo daga. Vísir/Vilhelm

Götu­lokanir í mið­bænum vegna leið­toga­fundarins í Reykja­vík næstu tvo daga munu hafa mikil á­hrif á strætó­ferðir.

Í til­kynningu frá strætó kemur fram að á­hrifin vegna leið­toga­fundarins á um­ferð verði hvað mest síð­degis á þriðju­deginum og mið­viku­deginum. Þar er tekið fram að þetta eigi einnig við um Reykja­nes­brautina, það er á milli Suður­nesja og höfuð­borgar­svæðisins þessa sömu daga.

Leiðir 1,3,6,11,12,13, 14 og 55 munu aka hjá­leiðir í kringum mið­borgina og mun leið 16 aka hjá­leið um Vatna­garða í stað Sunda­garða.

Far­þegar eru beðnir um að at­huga að það munu verða ó­fyrir­séðar raskanir á tíma­ætlunum víðs­vegar um borgina dagana sem leið­toga­fundurinn fer fram. Þá eru far­þegar jafn­framt beðnir um að fylgjast vel með vögnum á raun­tíma­korti.

Kort yfir breytingar á leiðarkerfi strætó næstu tvo daga. Strætó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×