Enski boltinn

Spiluðu í fyrsta skipti sam­skipti dómara í vafa­sömum at­vikum

Aron Guðmundsson skrifar
Howard Webb fór yfir málin með Carragher og Neville
Howard Webb fór yfir málin með Carragher og Neville Vísir/Skjáskot

Howard Webb, for­maður dómara­sam­takanna PGMOL í Eng­landi, var gestur í þættinum Monday Night Foot­ball á Sky Sports í gær­kvöldi. Þætti sem var afar á­huga­verður fyrir hinn al­menna knatt­spyrnu­á­huga­mann sökum þess að þar voru í fyrsta skipti opin­beruð sam­töl dómara og VAR-dómara í nokkrum af vafa­sömustu at­vikum yfir­standandi tíma­bils í ensku úr­vals­deildinni.

Howard Webb hefur sjálfur yfir að skipa margra ára ferli sem knatt­spyrnu­dómari í ensku úr­vals­deildinni og með því að opin­bera sam­skipti dómara, í afar krefjandi að­stæðum í ensku úr­vals­deildinni, vildi PG­MOL, varpa frekara ljósi á þeirra störf og pressuna sem því fylgir.

Farið var yfir mörg vafa­at­riði í Monday Night Foot­ball á Sky Sports í gær, at­vik þar sem reyndi á dómarana sjálfa sem og VAR-her­bergið svo­kallaða þar sem að mynd­bands­dómgæslan fer fram.

„Þetta er nýjung sem við erum að brydda upp á hérna, lítið skref í rétta átt og á næsta tíma­bili munum við gera meira af þessu,“ sagði Webb um þá á­kvörðun að sýna hinum al­menna knatt­spyrnu­á­huga­manni þessar upp­tökur.

Það sé hins vegar ekki hægt að hafa sam­skipti dómara í beinni út­sendingu. Lög FIFA hindri það.

Á mörgum af þeim upp­tökum sem sýndar voru al­menningi í gær má heyra sam­skipti aðal­dómara við að­stoðar­menn sína, VAR-dómara sem og leik­menn á vellinum í krefjandi að­stæðum.

Meðal þeirra at­vika sem farið var yfir í gær var hendi sem dæmd var á Kai Ha­verts, leik­mann Chelsea eftir að hann hafði komið boltanum í netið með hendinni í leik gegn Liver­pool.

Upp­haf­lega var látið eins og um lög­legt mark hafi verið að ræða, að­stoðar­dómari leiksins var sann­færður um að boltinn hefði farið í bringuna á Ha­vertz en at­vikið var seinna skoðað í VAR og dæmt af.

Fleiri atvik, sem farið var yfir í Monday Night Football í gærkvöldi, má sjá hér á reikningi Football Daily á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×