Rekstur Ölgerðarinnar mun þyngjast á næsta ári og aðstæður minna á 2019
Eftir „frábæra“ afkomu Ölgerðarinnar í fyrra, sem má einkum rekja til aukinnar sölu ásamt fjárfestingu í sjálfvirknivæðingu og meiri skilvirkni í rekstri, má búast við að reksturinn verði þyngri á næsta ári, að sögn hlutabréfagreinenda. Rekstrarumhverfi Ölgerðarinnar mun minna margt á aðstæður árið 2019 þegar vöxtur einkaneyslu var hægur eftir ferðamönnum hafði fjölgað mikið á árunum á undan. Á þeim tíma stóð rekstrarhagnaður félagsins í stað og tekjuvöxtur var óverulegur að raunvirði.
Tengdar fréttir
Ölgerðin vildi stækka með yfirtöku á fyrirtækjarisanum Veritas
Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.