Innfluttar trjátegundir nauðsynlegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 21:02 Hlynur segir innfluttar trjátegundir nauðsynlegar og líffræðilegan fjölbreytileika skipta miklu við landgræðslu. Félag íslenskra landslagsarkitekta. Framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda segir að innfluttar tegundir nauðsynlegar til landgræðslu á Íslandi. Landnýting skipti meira máli en ferðamennska. „Ef ég væri staddur á eyðieyju myndi ég ekki treysta á ferðamenn heldur landið,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda. Í nýlegu viðtali sagði Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og forsvarsmaður samtakanna VÍN, að áratuga mistök í skógrækt hefðu valdið því að tré væru byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Þetta myndi meðal annars skaða ferðamannaiðnaðinn því að skógleysið og fjallasýnin væri það sem ferðamenn væru komnir til að sjá. Verst væri þegar innfluttum og hávöxnum tegundum á borð við alaskaösp, sitkagreni og stafafuru væri plantað hvar sem er. Ísland hreinn strigi fyrir skógrækt Hlynur er á öndverðum meiði við Svein en segist skilja að fólk hafi mismunandi skoðanir þegar um er að ræða breytingu á landslagi. Það sé mikil aðgerð að fá skóg inn í landið. Hvað útsýnið varðar segir hann það ekki vera verra að sjá skóg, bara öðruvísi. Þetta sé persónulegt mat. „Í stað fjallasýnar séðu glókoll fljúga á milli trjáa,“ segir Hlynur. Hlynur, sem er landslagsarkitekt að mennt, segist þó sammála því að skógur eigi ekki heima alls staðar. Til dæmis sums staðar þar sem honum hefur verið komið fyrir við náttúruperlur. Tegundirnar skipti líka máli. Nefnir hann Skógafoss sem dæmi. Skógræktin hefur lent í deilum við Skorradalshrepp undanfarið vegna skipulagsmála.Skorradalshreppur „Í kringum Skógafoss er ekkert nema birki sem var gróðursett fyrir tuttugu árum,“ segir hann. Skógræktin hefur varað við því að birkið verði skert því það hlífir fossinum fyrir vindi og sandfoki. Mælir hún með að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við fossinn. Hlynur segir að skóg verði að hanna og horfa til langrar framtíðar í því samhengi. Ekki eigi að planta tré við tré við tré heldur úthugsa leguna og stýra ásýndinni eftir stíl. Til dæmis eigi ekki að planta í mýri af ástæðulausu. Ísland henti hins vegar afskaplega vel til þess að hanna skóg. Hér sé berangurinn mikill og „striginn hreinn“ fyrir hönnuði. Kolefnisjöfnunin bónus Auk Skógræktarinnar starfa um 600 skógarbændur á Íslandi. Skógrækt á 200 hektara svæði eða stærra er tilkynningarskyld til Umhverfisstofnunar sem ákveður hvort þörf sé á umhverfismati. Þá þurfa sveitarfélög einnig að veita framkvæmdaleyfi í vissum tilvikum. Til að mynda synjaði sveitarfélagið Múlaþing Skógræktinni um leyfi fyrir 176 hektara skógrækt í landi Hafursár við Hallormsstað nú í vikunni. VÍN hafa hvatt sveitarstjórnir til að beita skipulagsvaldi sínu og koma í veg fyrir skógrækt þar sem hún eigi ekki heima. Hlynur segir að erfiðleikar í með leyfisveitingar hafi þegar haft áhrif á skógrækt um áratuga skeið. Þetta sjáist víða á landinu þar sem ræktað hefur verið á litlum reitum, frímerkjum eins og hann kallar það. Oft gömul grenitré sem standa við bæi. „Það þarf að vera til staðar timbur. Skógarauðlind sem er ekki til staðar í dag,“ segir hann. „Við erum að reyna að gera framtíð Íslands byggilega og sjálfbæra.“ Timbur og landgæði hafa verið helsta ástæðan fyrir því að bændur fara út í skógrækt. Kolefnisjöfnunin kom sem bónus seinna og nú er hún orðin að peningalegum hvata að sögn Hlyns. Samlífi lúpínu og birkis Tegundir geta verið mikið þrætuepli á milli áhugafólks um skógrækt og landgræðslu. Einkum innfluttar tegundir á borð við stafafuru og sitkagreni. Hlynur segir að hið íslenska birki sé fínt. Það hafi lifað í gegnum aldirnar í erfiðri tíð. En birkið sé ekki skógarauðlind eins og þessar hávöxnu tegundir. Birkið sé kjarr. „Það hefur sýnt sig að innfluttar tegundir virka betur til landgræðslu en birkið,“ segir Hlynur. Frá ræktarsvæðum nálægt Húsavík.Skógræktin Nefnir hann þó að best sé að nýta tegundir saman, það er til að þær nýti styrkleika hvorrar annarrar. Þetta hafi sést best í landgræðslu í kringum Húsavík. Þar hafi verið gerðar tilraunir með lúpínu og birki. Þar sem lúpínan var ein kom ekki öflug jörð undan henni. En þar sem sem lúpína og birki voru sett saman í reiti döfnuðu báðar tegundir í sambýli við hvora aðra. „Líffræðileg fjölbreytni skiptir svo miklu máli,“ segir Hlynur. „Það er ekki hægt að útkljá allt með einni tegund.“ Þetta eigi líka við um innfluttu trjátegundirnar. Hlynur segir að besta leiðin til að sá birki á örfoka landi eða mel sé að sá lerki fyrst. Þá verður til set fyrir birkifræið að festa rætur í og skjól fyrir það til að dafna. Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Tengdar fréttir Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. 13. maí 2023 09:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Ef ég væri staddur á eyðieyju myndi ég ekki treysta á ferðamenn heldur landið,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda. Í nýlegu viðtali sagði Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og forsvarsmaður samtakanna VÍN, að áratuga mistök í skógrækt hefðu valdið því að tré væru byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Þetta myndi meðal annars skaða ferðamannaiðnaðinn því að skógleysið og fjallasýnin væri það sem ferðamenn væru komnir til að sjá. Verst væri þegar innfluttum og hávöxnum tegundum á borð við alaskaösp, sitkagreni og stafafuru væri plantað hvar sem er. Ísland hreinn strigi fyrir skógrækt Hlynur er á öndverðum meiði við Svein en segist skilja að fólk hafi mismunandi skoðanir þegar um er að ræða breytingu á landslagi. Það sé mikil aðgerð að fá skóg inn í landið. Hvað útsýnið varðar segir hann það ekki vera verra að sjá skóg, bara öðruvísi. Þetta sé persónulegt mat. „Í stað fjallasýnar séðu glókoll fljúga á milli trjáa,“ segir Hlynur. Hlynur, sem er landslagsarkitekt að mennt, segist þó sammála því að skógur eigi ekki heima alls staðar. Til dæmis sums staðar þar sem honum hefur verið komið fyrir við náttúruperlur. Tegundirnar skipti líka máli. Nefnir hann Skógafoss sem dæmi. Skógræktin hefur lent í deilum við Skorradalshrepp undanfarið vegna skipulagsmála.Skorradalshreppur „Í kringum Skógafoss er ekkert nema birki sem var gróðursett fyrir tuttugu árum,“ segir hann. Skógræktin hefur varað við því að birkið verði skert því það hlífir fossinum fyrir vindi og sandfoki. Mælir hún með að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við fossinn. Hlynur segir að skóg verði að hanna og horfa til langrar framtíðar í því samhengi. Ekki eigi að planta tré við tré við tré heldur úthugsa leguna og stýra ásýndinni eftir stíl. Til dæmis eigi ekki að planta í mýri af ástæðulausu. Ísland henti hins vegar afskaplega vel til þess að hanna skóg. Hér sé berangurinn mikill og „striginn hreinn“ fyrir hönnuði. Kolefnisjöfnunin bónus Auk Skógræktarinnar starfa um 600 skógarbændur á Íslandi. Skógrækt á 200 hektara svæði eða stærra er tilkynningarskyld til Umhverfisstofnunar sem ákveður hvort þörf sé á umhverfismati. Þá þurfa sveitarfélög einnig að veita framkvæmdaleyfi í vissum tilvikum. Til að mynda synjaði sveitarfélagið Múlaþing Skógræktinni um leyfi fyrir 176 hektara skógrækt í landi Hafursár við Hallormsstað nú í vikunni. VÍN hafa hvatt sveitarstjórnir til að beita skipulagsvaldi sínu og koma í veg fyrir skógrækt þar sem hún eigi ekki heima. Hlynur segir að erfiðleikar í með leyfisveitingar hafi þegar haft áhrif á skógrækt um áratuga skeið. Þetta sjáist víða á landinu þar sem ræktað hefur verið á litlum reitum, frímerkjum eins og hann kallar það. Oft gömul grenitré sem standa við bæi. „Það þarf að vera til staðar timbur. Skógarauðlind sem er ekki til staðar í dag,“ segir hann. „Við erum að reyna að gera framtíð Íslands byggilega og sjálfbæra.“ Timbur og landgæði hafa verið helsta ástæðan fyrir því að bændur fara út í skógrækt. Kolefnisjöfnunin kom sem bónus seinna og nú er hún orðin að peningalegum hvata að sögn Hlyns. Samlífi lúpínu og birkis Tegundir geta verið mikið þrætuepli á milli áhugafólks um skógrækt og landgræðslu. Einkum innfluttar tegundir á borð við stafafuru og sitkagreni. Hlynur segir að hið íslenska birki sé fínt. Það hafi lifað í gegnum aldirnar í erfiðri tíð. En birkið sé ekki skógarauðlind eins og þessar hávöxnu tegundir. Birkið sé kjarr. „Það hefur sýnt sig að innfluttar tegundir virka betur til landgræðslu en birkið,“ segir Hlynur. Frá ræktarsvæðum nálægt Húsavík.Skógræktin Nefnir hann þó að best sé að nýta tegundir saman, það er til að þær nýti styrkleika hvorrar annarrar. Þetta hafi sést best í landgræðslu í kringum Húsavík. Þar hafi verið gerðar tilraunir með lúpínu og birki. Þar sem lúpínan var ein kom ekki öflug jörð undan henni. En þar sem sem lúpína og birki voru sett saman í reiti döfnuðu báðar tegundir í sambýli við hvora aðra. „Líffræðileg fjölbreytni skiptir svo miklu máli,“ segir Hlynur. „Það er ekki hægt að útkljá allt með einni tegund.“ Þetta eigi líka við um innfluttu trjátegundirnar. Hlynur segir að besta leiðin til að sá birki á örfoka landi eða mel sé að sá lerki fyrst. Þá verður til set fyrir birkifræið að festa rætur í og skjól fyrir það til að dafna.
Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Tengdar fréttir Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. 13. maí 2023 09:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. 13. maí 2023 09:31