Gríðarleg eftirspurn í Mosó og þættirnir hjálpa til Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:30 Haukar lönduðu sætum sigri í framlengdum leik gegn Aftureldingu í síðasta leik á Varmá. vísir/Diego Mun færri komast að en vilja á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld þegar oddaleikur Aftureldingar og Hauka fer fram, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. „Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
„Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira