Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Stella Samúelsdóttir skrifar 16. maí 2023 12:30 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun