Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar um Eurovision söngvakeppnina sem haldin var um síðustu helgi og var einfaldlega spurt: Ertu ánægð/ur með úrslitin í Eurovision.
Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í lok þáttarins Línan er laus nú skömmu fyrir hádegi og má segja að skiptar skoðanir eru meðal hlustenda á niðurstöðunni og þar með (væntanlega)um ágæti hinnar sænsku Loreen og sigurlags hennar.
Þeir sem eru óánægðir, ánægðir og hlutlausir er nánast jafn margir. Ívið fleiri eru óánægðir með úrslitin, eða 36 prósent en þeir sem eru ánægðir sem eru 33 prósent. Þeir sem lýsa því yfir í könnuninni að þeir séu hlutlausir eru svo 31 prósent.