„Þá þarf hún bara að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 22:21 Rósa Líf Darradóttir læknir mætti á mótmælin gegn hvalveiðum í dag. Helena Rós Rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla hvalveiðum á sama tíma og þjóðarleiðtogarnir mættu í Hörpu. Einn skipuleggjanda segir lög hafa verið brotin og ráðherra geti ekki leyft því að viðgangast út þetta veiðiár. Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent