Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 09:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og Snorri Steinn Guðjónson Vísir/Samsett mynd Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. Rætt var um stöðuna sem upp er komin í landsliðsþjálfaraleit HSÍ í nýjasta þætti Handkastsins en Arnar Daði, umsjónarmaður þáttarins, hóf umræðuna um landsliðsþjálfarastarfið á því að rekja söguna undanfarna mánuði. Áttatíu og sex dagar eru liðnir frá því að HSÍ batt enda á samstarf sitt við Guðmund Þórð Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfara. Á þeim tíma er HSÍ búið að funda með Christian Berge, Degi Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. „24.apríl, var Christan Berge búinn að segja nei við HSÍ samkvæmt mínum heimildum,“ segir Arnar Daði í Handkastinu. „Daginn eftir var Snorri Steinn búinn að funda með HSÍ í annað skipti, 29.apríl var hann búinn að funda með HSÍ í þriðja skiptið og hjólin farin að snúast.“ Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrum landsliðsþjálfari Noregs Arnar segir að á þessum tímapunkti hafi tilfinningin verið sú að aðeins tímaspursmál væri hvenær málið yrði klárað. „Nú, sautján dögum eftir þennan þriðja fund Snorra Steins og HSÍ, er ekki enn búið að klára málið.“ GOG sett sig í samband við Snorra Á mánudaginn bárust af því fréttir að Nicolej Krickau, þjálfari GOG í Danmörku myndi taka við Flensburg í Þýskalandi. Snorri Steinn spilaði á sínum tíma með GOG og er afar vel liðinn hjá félaginu og kom nafn hans strax inn í umræðuna um það hver yrði næsti þjálfari liðsins. Í gær var síðan greint frá því hér á Vísi að forsvarsmenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein með það í huga að hann myndi taka við sem þjálfari liðsins. „Þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Ef ég ætti að setja mig í spor Snorra Steins, þá geri ég mér grein fyrir því að hann er búinn að vera í viðræðum við HSÍ í núna að verða tvo mánuði. Þar af leiðandi sé hausinn á honum kominn á þann stað að landsliðsþjálfarastarf íslenska landsliðsins sé það starf sem hann vill núna. Ég held að Snorra Steini muni alltaf bjóðast að taka við GOG þegar að það starf er laust. Sömu sögu er kannski ekki að segja um íslenska landsliðið. Guðmundur Guðmundsson er meira og minna búinn að vera með þetta landslið undanfarin 12 ár.“ Í rassvasanum á einum manni Arnar Daði furðar sig á vinnubrögðum HSÍ í þessu máli, sér í lagi hlutverki formanns sambandsins, Guðmundar B. Ólafssonar. „Formaður HSÍ hefur kannski mætt í eitt viðtal frá því að Guðmundur var rekinn, þar gaslýsti hann að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun HSÍ og Guðmundar. Eftir það hefur hann ekki sést. Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ.vísir Jóhann Ingi Guðmundsson, einn af sérfræðingum Handkastsins, tók í sama streng. „Í fyrsta lagi þá er þetta starf sem cirka billjón þjálfarar myndu vilja taka að sér, íslenska landsliðið er mjög heillandi lið til þess að taka við og gera góða hluti með. Ég myndi því halda að það ætti að vera nokkuð auðvelt að finna kandídata í að þjálfa þetta lið. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta er unnið. Eins og þetta lítur út fyrir manni og maður heyrir út undan sér, að þetta sé bara í rassvasanum á einum manni, þá er þetta mikið áhyggjuefni.“ Snúist um „tittlingaskít“ Arnar Daði segir að samkvæmt sínum heimildum strandi þetta allt á formanni HSÍ. „Það sem ég hef heyrt er að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekkert um málið að segja. Af þeim samtölum sem ég hef átt, við vini og kunningja Róberts Geirs, hef ég heyrt að Róbert Geir hafi engin svör.“ Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Arnar Daði segir mögulega ráðningu á Snorra Steini í starf landsliðsþjálfara ekki stranda á peningamálum: „Heldur snýst þetta um einhvern tittlingaskít.“ Jóhann Ingi segir málið klaufalega unnið hjá forráðamönnum HSÍ. „Þeir búa sér til gott svigrúm með því að láta Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon stýra landsliðinu í lokaleikjunum í undankeppni EM. Fá rosalega góðan tíma til þess að koma þessu frá en fyrir mér kemur þetta klaufalega út. Fyrir mér er þetta verkefni sem hefði mátt leysa með meiri fagmennsku, á styttri tíma og í sátt við samfélagið. Umræðuna um þjálfaramál íslenska landsliðsins sem og Handkastið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan: HSÍ Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Rætt var um stöðuna sem upp er komin í landsliðsþjálfaraleit HSÍ í nýjasta þætti Handkastsins en Arnar Daði, umsjónarmaður þáttarins, hóf umræðuna um landsliðsþjálfarastarfið á því að rekja söguna undanfarna mánuði. Áttatíu og sex dagar eru liðnir frá því að HSÍ batt enda á samstarf sitt við Guðmund Þórð Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfara. Á þeim tíma er HSÍ búið að funda með Christian Berge, Degi Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. „24.apríl, var Christan Berge búinn að segja nei við HSÍ samkvæmt mínum heimildum,“ segir Arnar Daði í Handkastinu. „Daginn eftir var Snorri Steinn búinn að funda með HSÍ í annað skipti, 29.apríl var hann búinn að funda með HSÍ í þriðja skiptið og hjólin farin að snúast.“ Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrum landsliðsþjálfari Noregs Arnar segir að á þessum tímapunkti hafi tilfinningin verið sú að aðeins tímaspursmál væri hvenær málið yrði klárað. „Nú, sautján dögum eftir þennan þriðja fund Snorra Steins og HSÍ, er ekki enn búið að klára málið.“ GOG sett sig í samband við Snorra Á mánudaginn bárust af því fréttir að Nicolej Krickau, þjálfari GOG í Danmörku myndi taka við Flensburg í Þýskalandi. Snorri Steinn spilaði á sínum tíma með GOG og er afar vel liðinn hjá félaginu og kom nafn hans strax inn í umræðuna um það hver yrði næsti þjálfari liðsins. Í gær var síðan greint frá því hér á Vísi að forsvarsmenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein með það í huga að hann myndi taka við sem þjálfari liðsins. „Þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Ef ég ætti að setja mig í spor Snorra Steins, þá geri ég mér grein fyrir því að hann er búinn að vera í viðræðum við HSÍ í núna að verða tvo mánuði. Þar af leiðandi sé hausinn á honum kominn á þann stað að landsliðsþjálfarastarf íslenska landsliðsins sé það starf sem hann vill núna. Ég held að Snorra Steini muni alltaf bjóðast að taka við GOG þegar að það starf er laust. Sömu sögu er kannski ekki að segja um íslenska landsliðið. Guðmundur Guðmundsson er meira og minna búinn að vera með þetta landslið undanfarin 12 ár.“ Í rassvasanum á einum manni Arnar Daði furðar sig á vinnubrögðum HSÍ í þessu máli, sér í lagi hlutverki formanns sambandsins, Guðmundar B. Ólafssonar. „Formaður HSÍ hefur kannski mætt í eitt viðtal frá því að Guðmundur var rekinn, þar gaslýsti hann að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun HSÍ og Guðmundar. Eftir það hefur hann ekki sést. Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ.vísir Jóhann Ingi Guðmundsson, einn af sérfræðingum Handkastsins, tók í sama streng. „Í fyrsta lagi þá er þetta starf sem cirka billjón þjálfarar myndu vilja taka að sér, íslenska landsliðið er mjög heillandi lið til þess að taka við og gera góða hluti með. Ég myndi því halda að það ætti að vera nokkuð auðvelt að finna kandídata í að þjálfa þetta lið. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta er unnið. Eins og þetta lítur út fyrir manni og maður heyrir út undan sér, að þetta sé bara í rassvasanum á einum manni, þá er þetta mikið áhyggjuefni.“ Snúist um „tittlingaskít“ Arnar Daði segir að samkvæmt sínum heimildum strandi þetta allt á formanni HSÍ. „Það sem ég hef heyrt er að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekkert um málið að segja. Af þeim samtölum sem ég hef átt, við vini og kunningja Róberts Geirs, hef ég heyrt að Róbert Geir hafi engin svör.“ Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Arnar Daði segir mögulega ráðningu á Snorra Steini í starf landsliðsþjálfara ekki stranda á peningamálum: „Heldur snýst þetta um einhvern tittlingaskít.“ Jóhann Ingi segir málið klaufalega unnið hjá forráðamönnum HSÍ. „Þeir búa sér til gott svigrúm með því að láta Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon stýra landsliðinu í lokaleikjunum í undankeppni EM. Fá rosalega góðan tíma til þess að koma þessu frá en fyrir mér kemur þetta klaufalega út. Fyrir mér er þetta verkefni sem hefði mátt leysa með meiri fagmennsku, á styttri tíma og í sátt við samfélagið. Umræðuna um þjálfaramál íslenska landsliðsins sem og Handkastið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:
HSÍ Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða