Bíó og sjónvarp

Fyrsta stikla síðustu myndanna um Ethan Hunt

Samúel Karl Ólason skrifar
Stiklan inniheldur margskonar áhættuatriði og sýnir gamlar persónur snúa aftur.
Stiklan inniheldur margskonar áhættuatriði og sýnir gamlar persónur snúa aftur.

Ethan Hunt er enn í fullu fjöri, ef marka má fyrstu stiklu myndarinnar sem á að vera sú næst síðasta í Mission Impossible seríunni. Síðasta mynd Tom Cruise í þessum söguheimi verður frumsýnd á næsta ári.

Paramount birti stikluna fyrir skömmu en hægt er að sjá hana í spilaranum hér neðar.

Myndin heitir Mission Impossible Dead Reckoning Part One. Stiklan varpar ekki miklu ljósi á söguþráð myndanna en hægt er að gera ráð fyrir því að Hunt og félagar þurfi einhvern veginn að bjarga heiminum, á sama tíma og þau eru hundelt af bæði góðu og vondu köllunum.

Þar sjást leikarar sem hafa verið lengi í myndunum. Fyrir utan Cruise má nefna þau Ving Rhames, Simon pegg, Rebeccu Ferguson og Vanessu Kirby. Herny Czerny bregður einnig fyrir sem Eugene Kittridge en hann hefur sést áður í þessum söguheimi.

Þá bregður Hayley Atwell einnig fyrir í stiklunni en hún hefur ekki sést áður í Mission Impossible myndunum.

Dead Reckoning verður frumsýn þann 12. júlí. Til stendur að frumsýnda Part Two, síðustu MI-myndina, á næstar ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.