Öruggasti pylsuvagn í heimi Sigurjón Þórðarson skrifar 17. maí 2023 14:30 Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar