Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:19 Þórdís afhendir utanríkisráðherra Lettlands hamarinn við lok Reykjavíkurfundarins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira