Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun