Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar 18. maí 2023 06:30 Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun