„Það er bara lægð á eftir lægð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 13:12 Maímánuður hefur verið ansi leiðinlegur hvað veðrið varðar. Vísir/Vilhelm Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. Í dag hefur mikið rignt á suðvesturhorninu vegna lægðar sem fikrar sig nú norðaustur eftir landinu. Beint á eftir henni mætir önnur lægð á landið úr Grænlandssundi. Mun sú lægð hafa mest áhrif á vestanvert landið og verða gular viðvaranir settar í gang á norðvestanverðu horninu á morgun. Segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að með lægðinni fylgi hvass suðvestan strengur. Fólk með tengivagna þurfi að fara varlega á morgun. „Það er bara lægð á eftir lægð núna og við verðum í þessu suðvestan svolítið lengi, þessi sem kemur á morgun. Hún ætlar að sitja hérna alla helgina,“ segir Eiríkur. Gulu viðvaranirnar renna út á miðnætti annað kvöld en gætu þær lengst eitthvað. Eiríkur á þó ekki von á því að viðvaranir bætist við á fleiri landshlutum. Íbúar á norðausturlandi koma hvað best út úr þessum lægðum en þar ætti að vera lítil úrkoma í dag og um helgina. Þá geti þeir orðið spenntir fyrir komandi viku. „Það eru merki um að það hlýni aðeins aftur seinna í vikunni en samt ekki neitt rosalega. Það er fyrir okkur á suður- og vesturlandi. Það koma alltaf dagar á norðaustur- og austurlandi í næstu viku sem verða mjög góðir inn á milli. Hluti landsmanna mun fá góðan smjörþef af sumrinu en við hin ekki svo mikið,“ segir Eiríkur. Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Í dag hefur mikið rignt á suðvesturhorninu vegna lægðar sem fikrar sig nú norðaustur eftir landinu. Beint á eftir henni mætir önnur lægð á landið úr Grænlandssundi. Mun sú lægð hafa mest áhrif á vestanvert landið og verða gular viðvaranir settar í gang á norðvestanverðu horninu á morgun. Segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að með lægðinni fylgi hvass suðvestan strengur. Fólk með tengivagna þurfi að fara varlega á morgun. „Það er bara lægð á eftir lægð núna og við verðum í þessu suðvestan svolítið lengi, þessi sem kemur á morgun. Hún ætlar að sitja hérna alla helgina,“ segir Eiríkur. Gulu viðvaranirnar renna út á miðnætti annað kvöld en gætu þær lengst eitthvað. Eiríkur á þó ekki von á því að viðvaranir bætist við á fleiri landshlutum. Íbúar á norðausturlandi koma hvað best út úr þessum lægðum en þar ætti að vera lítil úrkoma í dag og um helgina. Þá geti þeir orðið spenntir fyrir komandi viku. „Það eru merki um að það hlýni aðeins aftur seinna í vikunni en samt ekki neitt rosalega. Það er fyrir okkur á suður- og vesturlandi. Það koma alltaf dagar á norðaustur- og austurlandi í næstu viku sem verða mjög góðir inn á milli. Hluti landsmanna mun fá góðan smjörþef af sumrinu en við hin ekki svo mikið,“ segir Eiríkur.
Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira