Stöð 2 Sport 2
Leikur Sassuolo og Monza í Serie A verður sýndur beint klukkan 18:35 en bæði lið sigla lygnan sjó í ítölsku deildinni.
Klukkan 00:30 verður síðan sýnt beint frá leik tvö í einvígi Boston Celtics og Miami Heat í úrslitum Austurdeildar NBA.
Stöð 2 Sport 3
Útsending frá Armco Team Series-mótinu á LET-mótaröðinni hefst klukkan 20:00,
Stöð 2 Sport 4
Útsending frá öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi hefst klukkan 17:00 en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en því lýkur á sunnudagskvöld.
Stöð 2 Esport
BLAST.tv Paris Major mótið er í fullum gangi og klukkan 12:00 hefst upphitun fyrir annan dag Champions-stigs mótsins. Klukkan 13:00 verður síðan sýnt beint frá þriðju viðureign 8-liða úrslita og klukkan 17:00 verður lokaviðureign 8-liða úrslita sýnd beint.