Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 07:55 Í tölvupóstunum hrósaði Gísli Odee fyrir gjörninginn, á ensku. Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar. Myndlist Lögreglan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar.
Myndlist Lögreglan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira