Þóra Dungal er látin Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 10:20 Þóra Dungal, sem fór með aðahlutverk í kvikmyndinni Blossi, er látin. IDMB Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur. Heimildin greindi frá andláti Þóru. Í umfjöllun þeirra er vitnað í vini Þóru sem kveðja hana á Facebook, þar á meðal kvikmyndagerðarmanninn Jóhann Sigmarsson. „Það var alltaf mjög góður vinskapur á milli okkar,“ segir Jóhann. „Hún var náttúrutalent af Guðs náð, svo skemmtileg sem manneskja og hjartahlý var. Ég á ótrúlega góðar minningar og fallegar um hana. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Farvel fuglinn minn.“ Kvikmyndin Blossi vakti töluverða athygli á sínum tíma. Í viðtali sem DV tók við Þóru skömmu áður en kvikmyndin var frumsýnd. Þar sagði Þóra að hún hafi fengið hlutverkið eftir að handritshöfundur Blossa, Lars Emil, rakst á hana í sjoppu. Kvikmyndin Blossi vakti töluverða athygli á sínum tíma.Kvikmyndavefurinn Þóra var fengin til að leika Stellu, annað aðalhlutverka myndarinnar. Páll Banine lék Róbert Marshall, eða Robba, kærasta Stellu. Þóra sagði á sínum tíma að í myndinni væru þau Stella og Robbi villt par en á sama tíma mátulega hallærislegt. Í myndinni væri fyrst og fremst verið að lýsa Íslandi unga fólksins í „nútíð sem framtíð, á raunsæjan en jafnframt draumkenndan hátt.“ Mikill dýravinur Þóra sagði í viðtali við Morgunblaðið á svipuðum tíma að leiklistin væri ekki eina áhugamálið hennar, hún hefði einnig áhuga á tónlist og trúmálum. Einnig sagðist Þóra vera mikill dýravinur. Til að mynda hafi hún verið í leynilegum dýraverndunarsamtökum ungs fólks. Hún var algjörlega á móti tilraunum á dýrum, sagði þær vera andstyggilegar. „Það er svo mikið um að fólk beri ekki virðingu fyrir dýrum,“ sagði hún í viðtalinu. „Dýr eru lifandi verur af holdi og blóði, eins og við.“ Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Heimildin greindi frá andláti Þóru. Í umfjöllun þeirra er vitnað í vini Þóru sem kveðja hana á Facebook, þar á meðal kvikmyndagerðarmanninn Jóhann Sigmarsson. „Það var alltaf mjög góður vinskapur á milli okkar,“ segir Jóhann. „Hún var náttúrutalent af Guðs náð, svo skemmtileg sem manneskja og hjartahlý var. Ég á ótrúlega góðar minningar og fallegar um hana. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Farvel fuglinn minn.“ Kvikmyndin Blossi vakti töluverða athygli á sínum tíma. Í viðtali sem DV tók við Þóru skömmu áður en kvikmyndin var frumsýnd. Þar sagði Þóra að hún hafi fengið hlutverkið eftir að handritshöfundur Blossa, Lars Emil, rakst á hana í sjoppu. Kvikmyndin Blossi vakti töluverða athygli á sínum tíma.Kvikmyndavefurinn Þóra var fengin til að leika Stellu, annað aðalhlutverka myndarinnar. Páll Banine lék Róbert Marshall, eða Robba, kærasta Stellu. Þóra sagði á sínum tíma að í myndinni væru þau Stella og Robbi villt par en á sama tíma mátulega hallærislegt. Í myndinni væri fyrst og fremst verið að lýsa Íslandi unga fólksins í „nútíð sem framtíð, á raunsæjan en jafnframt draumkenndan hátt.“ Mikill dýravinur Þóra sagði í viðtali við Morgunblaðið á svipuðum tíma að leiklistin væri ekki eina áhugamálið hennar, hún hefði einnig áhuga á tónlist og trúmálum. Einnig sagðist Þóra vera mikill dýravinur. Til að mynda hafi hún verið í leynilegum dýraverndunarsamtökum ungs fólks. Hún var algjörlega á móti tilraunum á dýrum, sagði þær vera andstyggilegar. „Það er svo mikið um að fólk beri ekki virðingu fyrir dýrum,“ sagði hún í viðtalinu. „Dýr eru lifandi verur af holdi og blóði, eins og við.“
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira