Umfjöllun: Valur - Keflavík 0-0 | Markalaust í bragðdaufum leik á Hlíðarenda Dagur Lárusson skrifar 21. maí 2023 18:30 Hart barist í leik kvöldsins sem fór fram á Origo vellinum að Hlíðarenda Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í áttundu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Valur í öðru sæti deildarinnar með átján stig á meðan Keflavík var í ellefta sætinu með fjögur stig. Valsmenn stýrðu ferðinni allt frá byrjun leiks en fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á fimmtu mínútu en þá fékk Andri Rúnar sendingu inn á teig og hann lyfti boltanum yfir sig og varnarmann, beint í hlaupaleiðina hjá Tryggva Hrafni sem tók skot en hitti boltann ekki nægilega vel og skot hans því rétt fram hjá. Besta færi Valsmanna í fyrri hálfleiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en Valur hélt áfram að stýra ferðinni í seinni hálfleiknum. Besta færi Valsmanna í seinni hálfleiknum kom á 75. mínútu en þá átti Tryggvi Hrafn fullkomna sendingu inn á teig hægra megin þar sem Birkir Már kom á ferðinni og gaf boltann fyrir þar sem Andri Rúnar lúrði og potaði boltanum að marki en Mathias gerði sig breiðan í markinu og varði vel. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að ná sigurmarkinu en þeir náðu því ekki og því voru lokatölur 0-0. Af hverju skildu liðin jöfn? Liðsmenn Keflavíkur vörðust virkilega vel í dag og gáfu Valsmönnum fá færi. Baráttuandinn og krafturinn var bersýnilegur og var Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, virkilega ánægður með sína menn eftir leik. Hverjir stóðu upp úr? Öll Keflavíkur-vörnin verður að fá hrós skilið fyrir þennan leik sem og Mathias í markinu sem varði vel þegar hann þurfti. Hvað fór illa? Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, talaði um það eftir leik að honum fannst mögulega vanta upp á meiri hreyfanleika í sókninni og það var eflaust rétt hjá honum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er gegn Breiðablik á fimmtudaginn og næsti leikur Blika eftir þann leik er gegn Keflavík sem er einmitt næsti leikur Keflavíkur liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Sterkt stig á útivelli gegn einu besta liði landsins Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur á hliðarlínunni í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst við vera mjög flottir í dag, sterkt stig fyrir okkur á útivelli þannig ég er stoltur af strákunum,” byrjaði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, að segja í viðtali eftir leik. „Þetta er eitt besta lið landsins og þess vegna er ég virkilega ánægður. Mér fannst vera góð barátta og mjög gott skipulag á liðinu og dugnaðurinn var áþreifanlegur,” hélt Sigurður áfram. „Við fengum líka okkar færi þó svo að Valsmenn hafi fengið örlítið hættulegri færi en þeir fengu samt sem áður ekki mikið af færum.” „Þó svo að þeir hafi fengið að vera með boltann á ákveðnum svæðum á vellinum að þá vörðumst við mjög vel á okkar vallarhelmingi og reyndum að beita skyndisóknum. Við hefðum getað gert aðeins betur í þeim skyndisóknum en það kemur bara því eins og ég segi þá er þetta lið í mótun.” Arnar Grétarsson: Verðum að nýta færin sem við fáum Arnar Grétarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Nei, ég er engan veginn sáttur. Við ætluðum okkur að taka stigin þrjú í dag en það náðist ekki og ég því ekki sáttur,” byrjaði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Mér fannst frammistaðan var allt í lagi á köflum en það er auðvitað erfitt að spila gegn liði sem leggst niður með alla menn fyrir aftan boltann og þeir gerðu það mjög vel,” hélt Arnar áfram að segja. „Mér fannst við samt sem áður skapa nógu mikið af færum til þess að skora eitt mark og vinna leikinn en stundum er það bara þannig að boltinn vill ekki fara inn. En í dag vorum við ekki alveg á sama stað og við höfum verið sóknarlega.” Arnar vildi þó meina að þetta hafi verið mun betri frammistaða heldur en gegn Grindavík í bikarnum. „Mér fannst þetta vera mun betri frammistaða en gegn Grindavík en það þarf einfaldlega að nýta þau færi sem maður fær og við gerðum það ekki í dag,” endaði Arnar á að segja. Besta deild karla Íslenski boltinn Valur
Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í áttundu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Valur í öðru sæti deildarinnar með átján stig á meðan Keflavík var í ellefta sætinu með fjögur stig. Valsmenn stýrðu ferðinni allt frá byrjun leiks en fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á fimmtu mínútu en þá fékk Andri Rúnar sendingu inn á teig og hann lyfti boltanum yfir sig og varnarmann, beint í hlaupaleiðina hjá Tryggva Hrafni sem tók skot en hitti boltann ekki nægilega vel og skot hans því rétt fram hjá. Besta færi Valsmanna í fyrri hálfleiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en Valur hélt áfram að stýra ferðinni í seinni hálfleiknum. Besta færi Valsmanna í seinni hálfleiknum kom á 75. mínútu en þá átti Tryggvi Hrafn fullkomna sendingu inn á teig hægra megin þar sem Birkir Már kom á ferðinni og gaf boltann fyrir þar sem Andri Rúnar lúrði og potaði boltanum að marki en Mathias gerði sig breiðan í markinu og varði vel. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að ná sigurmarkinu en þeir náðu því ekki og því voru lokatölur 0-0. Af hverju skildu liðin jöfn? Liðsmenn Keflavíkur vörðust virkilega vel í dag og gáfu Valsmönnum fá færi. Baráttuandinn og krafturinn var bersýnilegur og var Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, virkilega ánægður með sína menn eftir leik. Hverjir stóðu upp úr? Öll Keflavíkur-vörnin verður að fá hrós skilið fyrir þennan leik sem og Mathias í markinu sem varði vel þegar hann þurfti. Hvað fór illa? Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, talaði um það eftir leik að honum fannst mögulega vanta upp á meiri hreyfanleika í sókninni og það var eflaust rétt hjá honum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er gegn Breiðablik á fimmtudaginn og næsti leikur Blika eftir þann leik er gegn Keflavík sem er einmitt næsti leikur Keflavíkur liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Sterkt stig á útivelli gegn einu besta liði landsins Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur á hliðarlínunni í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst við vera mjög flottir í dag, sterkt stig fyrir okkur á útivelli þannig ég er stoltur af strákunum,” byrjaði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, að segja í viðtali eftir leik. „Þetta er eitt besta lið landsins og þess vegna er ég virkilega ánægður. Mér fannst vera góð barátta og mjög gott skipulag á liðinu og dugnaðurinn var áþreifanlegur,” hélt Sigurður áfram. „Við fengum líka okkar færi þó svo að Valsmenn hafi fengið örlítið hættulegri færi en þeir fengu samt sem áður ekki mikið af færum.” „Þó svo að þeir hafi fengið að vera með boltann á ákveðnum svæðum á vellinum að þá vörðumst við mjög vel á okkar vallarhelmingi og reyndum að beita skyndisóknum. Við hefðum getað gert aðeins betur í þeim skyndisóknum en það kemur bara því eins og ég segi þá er þetta lið í mótun.” Arnar Grétarsson: Verðum að nýta færin sem við fáum Arnar Grétarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Nei, ég er engan veginn sáttur. Við ætluðum okkur að taka stigin þrjú í dag en það náðist ekki og ég því ekki sáttur,” byrjaði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Mér fannst frammistaðan var allt í lagi á köflum en það er auðvitað erfitt að spila gegn liði sem leggst niður með alla menn fyrir aftan boltann og þeir gerðu það mjög vel,” hélt Arnar áfram að segja. „Mér fannst við samt sem áður skapa nógu mikið af færum til þess að skora eitt mark og vinna leikinn en stundum er það bara þannig að boltinn vill ekki fara inn. En í dag vorum við ekki alveg á sama stað og við höfum verið sóknarlega.” Arnar vildi þó meina að þetta hafi verið mun betri frammistaða heldur en gegn Grindavík í bikarnum. „Mér fannst þetta vera mun betri frammistaða en gegn Grindavík en það þarf einfaldlega að nýta þau færi sem maður fær og við gerðum það ekki í dag,” endaði Arnar á að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti