Boltastrákurinn sem Hazard sparkaði í á meðal þeirra ríkustu í Bretlandi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 07:00 Margir muna eftir atvikinu umtalaða í leik Swansea og Chelsea árið 2013. Vísir/Getty Fyrrum boltastrákur hjá Swansea, sem komst í fréttirnar fyrir tíu árum síðan eftir að knattspyrnumaðurinn Eden Hazard sparkaði í hann, er nú kominn í sviðsljósið á nýjan leik. Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira