Myndu bjóða Gylfa velkominn í Grindavík Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 19:57 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri íþróttafélags Grindavíkur, segir félagið ekki hafa rætt við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson um að ganga til liðs við knattspyrnulið félagsins. Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira