Fótbolti

Þjálfari Val­geirs allt annað en sáttur: „Þetta er skandall“

Aron Guðmundsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður BK Hacken
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður BK Hacken vísir/Getty

Val­geir Lund­dal var í byrjunar­liði Sví­þjóðar­meistara BK Hac­ken í leik liðsins gegn Mal­mö í sænsku úr­vals­deildinni í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafn­tefli.

Val­geir lék allan leikinn í liði Hac­ken um al­gjöran toppslag var að ræða þar sem Mal­mö situr á toppi sænsku úr­vals­deildarinnar og Hac­ken í 2.sæti.

Even Hovland kom Hac­ken yfir með marki á 50.mínútu. For­ysta sænsku meistaranna stóð hins vegar að­eins yfir í tæpar þrjár mínútur því að á 53.mínútu kom Stefa­no Vecchia boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir Mal­mö.

Beni­e Traor­e kom Hac­ken aftur yfir í leiknum með marki á 76.mínútu en sjálfs­mark undir lok leiks frá Johan Hammar sá til þess að liðin skiptu með sér stigunum sem í boði voru.

Upp úr sauð í leiknum á 74. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Hac­ken þegar að Anders Christian­sen braut harka­lega á leik­manni Sví­þjóðar­meistaranna.

Hann fékk að­eins gult spjald að launum, eitt­hvað sem Per-Mathias Hög­mo. þjálfari Val­geirs hjá Hac­ken var allt annað en sáttur með.

,,Þetta er skandall. Þetta á að vera rautt spjald," sagði Per í við­tali eftir leik þar sem at­vikið var spilað fyrir hann í beinni út­sendingu.

Eftir leik dagsins situr Mal­mö á toppi sænsku úr­vals­deildarinnar með 25 stig, sex stigum meira en Hac­ken sem situr í 2. sæti. Bæði lið hafa leikið níu leiki á þessum tíma­punkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×