Sport

Dag­skráin í dag: Bestu deildirnar og úr­slita­keppni NBA

Aron Guðmundsson skrifar
Lærisveinar Rúnars Kristinssonar í KR eiga leik í Bestu deildinni í kvöld
Lærisveinar Rúnars Kristinssonar í KR eiga leik í Bestu deildinni í kvöld Vísir/Anton Brink

Það er nóg um að vera á sport­stöðvum Stöðvar 2 í dag. Bestu deildir karla og kvenna halda á­fram og er þar meðal annars boðið upp á Reykja­víkurs­lag. Þá getur Den­ver sópað Los Angeles Lakers úr úr­slita­keppni NBA deildarinnar.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:00 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og Fylkis í Bestu deild karla. Stjörnumenn eru komnir á flug eftir þjálfarabreytingar og nú mæta nýliðarnir úr Árbænum í heimsókn.

Strax á eftir leik Stjörnunnar og Fylkis hefst Stúkan þar sem að allir leikir nýliðinnar umferðar í Bestu deild karla verða krufnir til mergjar. Stúkan hefst klukkan 21:20. 

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17:50 hefst bein útsending frá leik Íslandsmeistara Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna. Leikið verður á Origo vellinum að Hlíðarenda. 

Klukkan 20:00 er á dagskrá NBA þátturinn Lögmál leiksins og skömmu eftir miðnætti, nánar tiltekið klukkan 00:30 hefst fjórði leikur Los Angeles Lakers og Denver Nuggets í úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA.

Stöð 2 Sport 3

Það eru tveir leikir á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3 í dag. Klukkan 16:20 hefst bein útsending frá leik Roma og Salernitana og klukkan 18:35 verður sýnt frá leik Empoli og Juventus. 

Stöð 2 Sport 5 

Þróttur R. og Þór/KA mætast í Bestu deild kvenna í Laugardalnum og hefst bein útsending þaðan klukkan 17:50.

Stöð 2 Sport Besta deildin

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá Reykjavíkurslag Fram og KR í Bestu deild karla. Bæði lið þurfa á stigum að halda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×