Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, takk fyrir! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 23. maí 2023 09:05 Það var á sumarmánuðum 2019 sem þáverandi bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófu viðræður við innviðaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um að flýta framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að mislægum gatnamótum við Krýsuvík. Þetta krafðist mikillar vinnu og meðal annars góðs samstarfs við Vegagerðina, Carbfix og álverið í Straumsvík um skipulagsmál á svæðinu. Á sínum tíma voru áform uppi um stækkun álversins í Straumsvík og keypti álverið þá land undir þá fyrirhuguðu stækkun. Á því landi sem álverið keypti liggur núverandi vegstæði Reykjanesbrautarinnar. Vegna þessa var vegstæði Reykjanesbrautarinnar á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar fært ofar og átti sá flutningur brautarinnar að eiga sér stað um leið og álverið þyrfti landið og lóðina til stækkunar. Áform álversins um stækkun voru hins vegar felld naumlega í vel þekktri íbúakosningu árið 2007 og varð því ekkert af tilfærslu brautarinnar. Skýrsla Vegagerðarinnar og Mannvits sýndi að hagkvæmast væri að breikka Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði í stað þess að færa hana líkt og aðalskipulagið gerði ráð fyrir. Góð og lausnamiðuð samtöl við Sigurð Inga Jóhannsson innviðráðherra, fulltrúa Vegagerðarinnar og álversins í Straumsvík urðu svo til þess að þessari mikilvægu framkvæmd var flýtt og aðalskipulagi bæjarfélagsins breytt. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra vegkafla, en einnig byggingu brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Fyrir alla þessa vinnu og skilning ber að þakka og þar set ég undir alla þá aðila sem að þessum málum komu með einum eða öðrum hætti. Þann 17. maí skrifuðu Vegagerðin og ÍAV undir verksamning um þessa mikilvægu framkvæmd. ÍAV bauð tæpa fjóra milljarða í verkið sem er talsvert undir þeirri kostnaðaráætlun sem lagt var upp með. Undirbúningur hefst strax og framkvæmdir munu hefjast í sumar. Umferðaröryggi er málefni sem snertir okkur öll og nú hyllir undir að kláraðar verði framkvæmdir við tvo slysamestu vegi landsins, Suðurlandsveg og svo Reykjanesbraut. Þetta eru því mikil gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Vogar Vegagerð Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var á sumarmánuðum 2019 sem þáverandi bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófu viðræður við innviðaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um að flýta framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að mislægum gatnamótum við Krýsuvík. Þetta krafðist mikillar vinnu og meðal annars góðs samstarfs við Vegagerðina, Carbfix og álverið í Straumsvík um skipulagsmál á svæðinu. Á sínum tíma voru áform uppi um stækkun álversins í Straumsvík og keypti álverið þá land undir þá fyrirhuguðu stækkun. Á því landi sem álverið keypti liggur núverandi vegstæði Reykjanesbrautarinnar. Vegna þessa var vegstæði Reykjanesbrautarinnar á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar fært ofar og átti sá flutningur brautarinnar að eiga sér stað um leið og álverið þyrfti landið og lóðina til stækkunar. Áform álversins um stækkun voru hins vegar felld naumlega í vel þekktri íbúakosningu árið 2007 og varð því ekkert af tilfærslu brautarinnar. Skýrsla Vegagerðarinnar og Mannvits sýndi að hagkvæmast væri að breikka Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði í stað þess að færa hana líkt og aðalskipulagið gerði ráð fyrir. Góð og lausnamiðuð samtöl við Sigurð Inga Jóhannsson innviðráðherra, fulltrúa Vegagerðarinnar og álversins í Straumsvík urðu svo til þess að þessari mikilvægu framkvæmd var flýtt og aðalskipulagi bæjarfélagsins breytt. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra vegkafla, en einnig byggingu brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Fyrir alla þessa vinnu og skilning ber að þakka og þar set ég undir alla þá aðila sem að þessum málum komu með einum eða öðrum hætti. Þann 17. maí skrifuðu Vegagerðin og ÍAV undir verksamning um þessa mikilvægu framkvæmd. ÍAV bauð tæpa fjóra milljarða í verkið sem er talsvert undir þeirri kostnaðaráætlun sem lagt var upp með. Undirbúningur hefst strax og framkvæmdir munu hefjast í sumar. Umferðaröryggi er málefni sem snertir okkur öll og nú hyllir undir að kláraðar verði framkvæmdir við tvo slysamestu vegi landsins, Suðurlandsveg og svo Reykjanesbraut. Þetta eru því mikil gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun