Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 09:02 Kristján segist hafa þurft að leggja sönginn á hilluna í meðferðinni, enda fagmaður sem gefur ekkert eftir þegar kemur að gæðum. Gulli Helga Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. Frá þessu greindi Kristján í viðtali í Bítinu í morgun. Kristján segist hafa fengið mikið sjokk þegar hann fékk tíðindin. „Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján og átti þar við blóðrannsóknir og krabbameinsskimanir. Árið áður hafði hann farið í ristilspeglun og blóðprufu, þar sem allt reyndist eðlilegt og svokölluð PSA-gildi, sem gefa vísbendingu um blöðruhálskirtilskrabbamein, á bilinu sjö eða átta. Í haust reyndust þau hins vegar vera komin í 20. Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Kristján segist hafa fengið góðar móttökur í heilbrigðiskerfinu og ekki hafi skemmt fyrir að læknirinn hans reyndist vera að norðan, þaðan sem Kristján er sjálfur. Hórmónameðferðin sem byrjað var á hafi hins vegar verið djöfulleg, ekki síst þar sem Kristján sé „vel giftur og þetta er búið að vera óskaplega gaman í fjörtíu ár,“ sagði hann. Þá var hann nýbúinn að missa 20 kíló. „Það fór að koma utan á mig aftur og leiði og mér fannst lífið og tilveran bara ömurleg,“ segir hann um meðferðina. „Fyrir mig er að borða og syngja og elskast það sem skiptir máli í lífinu.“ Aftur farinn að pissa „eins og stóðhestur“ Kristján hóf lyfjameðferð í janúar og hefur nú lokið henni. Á meðan henni stóð hafi hann í raun verið hálfur maður. „Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann. „En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“ Kristján segist bókstaflega hafa fundið fyrir batanum en eftir meðferðina hafi hann aftur farið að geta sofið heila nótt án þess að þurfa að fara á salernið og pissað bara um morguninn, „eins og stóðhestur“. Hann segist þó einnig hafa fundið að það muni taka lengri tíma að endurheimta fulla stjórn á röddinni; hann hafi til að mynda átt að syngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson áttræðan um helgina en neyðst til að segja sig frá því. „Ég myndi segja að ég sé laus við þetta, já,“ segir hann spurður að því hvort hann sé læknaður af krabbameininu. „Ég finn að þessi líffæri svara mér en það vantar þróttinn,“ segir hann um sönginn, sem krefst líkamlegrar heilsu. Kristján stefnir ótrauður á að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur verið bókaður í en hann mun meðal annars koma fram í Frankfurt og Vín í nóvember. Heilbrigðismál Tónlist Bítið Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Frá þessu greindi Kristján í viðtali í Bítinu í morgun. Kristján segist hafa fengið mikið sjokk þegar hann fékk tíðindin. „Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján og átti þar við blóðrannsóknir og krabbameinsskimanir. Árið áður hafði hann farið í ristilspeglun og blóðprufu, þar sem allt reyndist eðlilegt og svokölluð PSA-gildi, sem gefa vísbendingu um blöðruhálskirtilskrabbamein, á bilinu sjö eða átta. Í haust reyndust þau hins vegar vera komin í 20. Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Kristján segist hafa fengið góðar móttökur í heilbrigðiskerfinu og ekki hafi skemmt fyrir að læknirinn hans reyndist vera að norðan, þaðan sem Kristján er sjálfur. Hórmónameðferðin sem byrjað var á hafi hins vegar verið djöfulleg, ekki síst þar sem Kristján sé „vel giftur og þetta er búið að vera óskaplega gaman í fjörtíu ár,“ sagði hann. Þá var hann nýbúinn að missa 20 kíló. „Það fór að koma utan á mig aftur og leiði og mér fannst lífið og tilveran bara ömurleg,“ segir hann um meðferðina. „Fyrir mig er að borða og syngja og elskast það sem skiptir máli í lífinu.“ Aftur farinn að pissa „eins og stóðhestur“ Kristján hóf lyfjameðferð í janúar og hefur nú lokið henni. Á meðan henni stóð hafi hann í raun verið hálfur maður. „Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann. „En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“ Kristján segist bókstaflega hafa fundið fyrir batanum en eftir meðferðina hafi hann aftur farið að geta sofið heila nótt án þess að þurfa að fara á salernið og pissað bara um morguninn, „eins og stóðhestur“. Hann segist þó einnig hafa fundið að það muni taka lengri tíma að endurheimta fulla stjórn á röddinni; hann hafi til að mynda átt að syngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson áttræðan um helgina en neyðst til að segja sig frá því. „Ég myndi segja að ég sé laus við þetta, já,“ segir hann spurður að því hvort hann sé læknaður af krabbameininu. „Ég finn að þessi líffæri svara mér en það vantar þróttinn,“ segir hann um sönginn, sem krefst líkamlegrar heilsu. Kristján stefnir ótrauður á að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur verið bókaður í en hann mun meðal annars koma fram í Frankfurt og Vín í nóvember.
Heilbrigðismál Tónlist Bítið Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01