Fram kemur í frétt Smartlandsins að Börkur og Fríða hafi kynnst í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. Ferð til Boston í lok mars með MBA-hópnum hafi svo hrist ástina saman og fara þau hönd í hönd inn í sumarið.
Börkur starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var skipaður rektor Kvikmyndaskóla Íslands í ágúst í fyrra. Fríða starfaði í tólf ár hjá Arion banka meðal annars sem áhættustjóri útlána.
Það er óhætt að segja að parið nýja hafi fengið meira en menntun úr námi sínu í MBA við Háskólann í Reykjavík. Sjálfa ástina.