Lífið

Birgir Steinn og Rakel eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Parið nýtur lífsins í sólinni á Flórída þessa dagana.
Parið nýtur lífsins í sólinni á Flórída þessa dagana. Birgir Steinn

Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni. 

Parið birti sameiginlega myndafærslu á Instagram úr fríi sínu á Flórída í Bandaríkjunum þar sem má sjá glitta í óléttukúlu Rakelar í sólbaði.

Rakel á ströndinni á Flórída.Rakel Sigurðardóttir.

Ástfangin í París

Birgir fór á skeljarnar í París, borg ástarinnar, í september í fyrra og bað um hönd Rakelar. Eins og við var að búast samþykkti hún bónorðið og birti mynd af hringnum með Eiffel-turninn í bakgrunn.  Ljóst er að lífið er að leika við parið þessa dagana og í raun rétt að byrja. 

Tónlistaráhuginn byrjaði snemma

Fyrr á árinu fór Birgir í einlægt viðtal í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2 + þar sem hann spjallaði um tónlistarferilinn og baráttu sína við kvíða sem hefur fylgt honum frá unga aldri svo eitthvað sé nefnt.

Birgir er sonur tónlistarmannsins Stefáns Hilmarssonar og á þvi ekki langt að sækja hæfileikana. Hann fann áhugann snemma á tónlist og byrjaði fikra sig áfram á hinum ýmsu hljóðfærum áður en hann fór að semja tónlist og syngja.

Birgir gaf út lagið Kvíðinn í fyrra með hljómsveitinni Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni. Hann segir textann persónulegan sem tók á að semja.


Tengdar fréttir

Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig

„Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.