Jóhanna Guðrún og dóttir hennar sameina krafta sína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. maí 2023 11:12 Mæðgurnar Jóhanna Guðrún og Margrét voru að gefa út lag og tónlistarmyndband. Kaja Sigvalda Ástsæla tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband ásamt glænýrri söngkonu sem heitir Margrét, er sjö ára gömul og er jafnframt dóttir Jóhönnu. Lagið ber heitið Best í heimi og er tónlistarmyndbandið frumsýnt í pistlinum hér fyrir neðan. Blaðamaður tók púlsinn á Jóhönnu Guðrúnu og fékk að heyra nánar frá. Hér má sjá tónlistarmyndbandið. Leikstjóri er Vikram Pradham og grafík í höndum Selmu Kjartansdóttur. Klippa: Jóhanna Guðrún & Margrét - Best í heimi Mikið ævintýri fyrir mæðgurnar „Þetta er í raun tökulag, heitir upprunalega A life that’s good, en er með nýjum texta eftir Braga Valdimar, sem er auðvitað einn besti lagahöfundur landsins og víðar,“ segir Jóhanna Guðrún. Þegar þetta lag kom til þeirra kom upp hugmynd að gera það að dúett. „Einhvers staðar í ferlinu kom upp að Margrét myndi syngja þetta með mér. Hún er svo klár í þessu frá náttúrunnar hendi og þetta var mikið ævintýri fyrir okkur báðar. Hún var rosa spennt, henni finnst þetta skemmtilegt og ég hefði aldrei otað þessu að henni. Þetta er hugmynd sem hún var alla leiðina glöð með og hún naut sín í botn.“ Margrét dóttir Jóhönnu hefur gaman að því að syngja og dansa og segir móðir hennar að hún hafi hæfileikana frá náttúrunnar hendi.Kaja Sigvalda Sterkar taugar til íslensku sveitarinnar Jóhanna upplifir sterka tengingu við íslenska sveit og vildi því taka upp tónlistarmyndbandið á sveitabæ sem hún er að hluta til alin upp á. „Þetta er sveitabær sem vinafólk pabba eiga í Borgarfirði en ég var þar mikið sem krakki og á svo mikið af fallegum minningum þaðan. Náttúran, æskan og dýrin ýttu undir það hvað mér fannst tilvalið að við myndum taka þetta saman upp þarna. Tökurnar gengu ótrúlega vel og við nutum okkar í botn.“ Hún segir tökudaginn hafa verið ótrúlega skemmtilegan fyrir þær mæðgur og fólkið á bænum hafi verið mjög spennt fyrir þessu. „Ég elska að vera þarna í sveitinni. Þetta er líka svo dásamleg minning fyrir okkur mæðgurnar. Hún gerir þetta svo vel og verður vonandi alltaf stolt af þessu.“ Mæðgurnar áttu dásamlegan dag í sveitinni við tökur á myndbandinu.Aðsend Ári yngri en Jóhanna var Aðspurð hvort dóttir hennar stefni á feril í tónlistinni segir Jóhanna Guðrún að það sé engin pressa á heimilinu. „Hún hefur allavega hæfileikana til þess. Svo sér maður bara hvernig áframhaldið verður og hvað hún vill gera. Hún er náttúrulega bara sjö ára og eins og staðan er núna þá elskar hún að syngja og dansa. Ég var ári eldri en hún þegar ég fór að vinna í tónlistinni þannig að hún er aðeins á undan mér,“ segir hún kímin. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Jóhönnu Guðrúnu og sumarið verður heldur betur viðburðaríkt. „Ég fer aldrei í frí,“ segir hún og hlær. „Ég er á fullu í brúðkaupunum í sumar og tónleikahaldi og það eru alltaf einhver járn í eldinum,“ segir Jóhanna Guðrún að lokum. Hér má hlusta á lagið á Spotify. Mæðgurnar mættu í spjall til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni sem heyra má að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún heiðrar Celine Dion Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sena tilkynntu í dag að söngkonan heldur Celine Dion heiðurstónleika þann 19. maí næstkomandi. 14. febrúar 2023 12:33 Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. 15. september 2022 12:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið. Leikstjóri er Vikram Pradham og grafík í höndum Selmu Kjartansdóttur. Klippa: Jóhanna Guðrún & Margrét - Best í heimi Mikið ævintýri fyrir mæðgurnar „Þetta er í raun tökulag, heitir upprunalega A life that’s good, en er með nýjum texta eftir Braga Valdimar, sem er auðvitað einn besti lagahöfundur landsins og víðar,“ segir Jóhanna Guðrún. Þegar þetta lag kom til þeirra kom upp hugmynd að gera það að dúett. „Einhvers staðar í ferlinu kom upp að Margrét myndi syngja þetta með mér. Hún er svo klár í þessu frá náttúrunnar hendi og þetta var mikið ævintýri fyrir okkur báðar. Hún var rosa spennt, henni finnst þetta skemmtilegt og ég hefði aldrei otað þessu að henni. Þetta er hugmynd sem hún var alla leiðina glöð með og hún naut sín í botn.“ Margrét dóttir Jóhönnu hefur gaman að því að syngja og dansa og segir móðir hennar að hún hafi hæfileikana frá náttúrunnar hendi.Kaja Sigvalda Sterkar taugar til íslensku sveitarinnar Jóhanna upplifir sterka tengingu við íslenska sveit og vildi því taka upp tónlistarmyndbandið á sveitabæ sem hún er að hluta til alin upp á. „Þetta er sveitabær sem vinafólk pabba eiga í Borgarfirði en ég var þar mikið sem krakki og á svo mikið af fallegum minningum þaðan. Náttúran, æskan og dýrin ýttu undir það hvað mér fannst tilvalið að við myndum taka þetta saman upp þarna. Tökurnar gengu ótrúlega vel og við nutum okkar í botn.“ Hún segir tökudaginn hafa verið ótrúlega skemmtilegan fyrir þær mæðgur og fólkið á bænum hafi verið mjög spennt fyrir þessu. „Ég elska að vera þarna í sveitinni. Þetta er líka svo dásamleg minning fyrir okkur mæðgurnar. Hún gerir þetta svo vel og verður vonandi alltaf stolt af þessu.“ Mæðgurnar áttu dásamlegan dag í sveitinni við tökur á myndbandinu.Aðsend Ári yngri en Jóhanna var Aðspurð hvort dóttir hennar stefni á feril í tónlistinni segir Jóhanna Guðrún að það sé engin pressa á heimilinu. „Hún hefur allavega hæfileikana til þess. Svo sér maður bara hvernig áframhaldið verður og hvað hún vill gera. Hún er náttúrulega bara sjö ára og eins og staðan er núna þá elskar hún að syngja og dansa. Ég var ári eldri en hún þegar ég fór að vinna í tónlistinni þannig að hún er aðeins á undan mér,“ segir hún kímin. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Jóhönnu Guðrúnu og sumarið verður heldur betur viðburðaríkt. „Ég fer aldrei í frí,“ segir hún og hlær. „Ég er á fullu í brúðkaupunum í sumar og tónleikahaldi og það eru alltaf einhver járn í eldinum,“ segir Jóhanna Guðrún að lokum. Hér má hlusta á lagið á Spotify. Mæðgurnar mættu í spjall til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni sem heyra má að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún heiðrar Celine Dion Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sena tilkynntu í dag að söngkonan heldur Celine Dion heiðurstónleika þann 19. maí næstkomandi. 14. febrúar 2023 12:33 Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. 15. september 2022 12:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jóhanna Guðrún heiðrar Celine Dion Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sena tilkynntu í dag að söngkonan heldur Celine Dion heiðurstónleika þann 19. maí næstkomandi. 14. febrúar 2023 12:33
Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. 15. september 2022 12:30