„Við erum gapandi á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2023 20:34 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. vísir/bjarni Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira