Lítið vitað um innihald þeirra vímuefna sem eru í umferð og þörf á efnagreiningu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 10:39 Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. einar árnason Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll að sögn sérfræðings. Lítið sé vitað um innihald þeirra sem eru í umferð hér á landi. Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“ Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“
Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30