„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Máni Snær Þorláksson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2023 19:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að líklegast séu til betri landgangar en þeir sem notaðir eru í dag. Vísir/Friðrik Þór Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. „Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“ Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira