Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 07:12 Margir sjá fyrir sér að ofurgreind gæti tortímt mannkyninu en ógnirnar eru í raun mun fleiri og lúmskari. Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. Í ávarpi á vefsíðu fyrirtækisins kalla stofnendurnir Greg Brockman og Ilya Sutskever og framkvæmdastjórinn Sam Altman eftir því að alþjóðasamfélagið hefji vinnu við að rannsaka hvernig draga megi úr „tilvistarlegri áhættu“ gervigreindar með eftirliti, öryggisstöðlum og takmörkunum. Stjórnendur OpenAI segja mögulegt að á næstu tíu árum muni gervigreind taka fram úr sérfræðikunnáttu mannsins á flestum sviðum. Þetta muni hafa kosti og galla í för með sér en ofurgreind muni verða öflugasta tæknin sem maðurinn hefur nokkurn tímann þurft að fást við. Þeir segja gervigreindina munu opna á fordæmalausa hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna. Til skemmri tíma ættu fyrirtæki sem eru leiðandi í þróun gervigreindar að taka sig saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Initial ideas for governance of superintelligence, including forming an international oversight organization for future AI systems much more capable than any today: https://t.co/9hJ9n2BZo7— OpenAI (@OpenAI) May 22, 2023 Center for AI Safety (CAIS) hefur tekið saman lista yfir mögulegar sviðsmyndir þar sem gervigreindin hefur fengið að þróast án eftirlits. Sérfræðingar stofnunarinnar sjá meðal annars fyrir sér að mannkynið gæti orðið algjörlega háð vélum og/eða að varanleg stéttskipting gæti orðið milli þess fámenna hóps sem á og stjórnar gervigreindinni og allra annara. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að fólk alls staðar í heiminum taki lýðræðislega ákvörðun um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Þeir séu hins vegar ekki með svörin við því hvernig eigi að útfæra eftirlitið. Það sé ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að maðurinn sé nú þegar komin á þá braut að gervigreindin sé það sem koma skal. Umfjöllun Guardian. Gervigreind Tækni Vísindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Í ávarpi á vefsíðu fyrirtækisins kalla stofnendurnir Greg Brockman og Ilya Sutskever og framkvæmdastjórinn Sam Altman eftir því að alþjóðasamfélagið hefji vinnu við að rannsaka hvernig draga megi úr „tilvistarlegri áhættu“ gervigreindar með eftirliti, öryggisstöðlum og takmörkunum. Stjórnendur OpenAI segja mögulegt að á næstu tíu árum muni gervigreind taka fram úr sérfræðikunnáttu mannsins á flestum sviðum. Þetta muni hafa kosti og galla í för með sér en ofurgreind muni verða öflugasta tæknin sem maðurinn hefur nokkurn tímann þurft að fást við. Þeir segja gervigreindina munu opna á fordæmalausa hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna. Til skemmri tíma ættu fyrirtæki sem eru leiðandi í þróun gervigreindar að taka sig saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Initial ideas for governance of superintelligence, including forming an international oversight organization for future AI systems much more capable than any today: https://t.co/9hJ9n2BZo7— OpenAI (@OpenAI) May 22, 2023 Center for AI Safety (CAIS) hefur tekið saman lista yfir mögulegar sviðsmyndir þar sem gervigreindin hefur fengið að þróast án eftirlits. Sérfræðingar stofnunarinnar sjá meðal annars fyrir sér að mannkynið gæti orðið algjörlega háð vélum og/eða að varanleg stéttskipting gæti orðið milli þess fámenna hóps sem á og stjórnar gervigreindinni og allra annara. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að fólk alls staðar í heiminum taki lýðræðislega ákvörðun um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Þeir séu hins vegar ekki með svörin við því hvernig eigi að útfæra eftirlitið. Það sé ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að maðurinn sé nú þegar komin á þá braut að gervigreindin sé það sem koma skal. Umfjöllun Guardian.
Gervigreind Tækni Vísindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira