Erlent

Karl hvattur til að beita sér vegna „sví­virði­legrar“ á­kvörðunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Karl setti Prince's Trust á laggirnar árið 1976 til að aðstoða ungmenni við að komast á rétta braut. Sjóðurinn þykir hafa unnið afar gott starf og verið mjög öflugur.
Karl setti Prince's Trust á laggirnar árið 1976 til að aðstoða ungmenni við að komast á rétta braut. Sjóðurinn þykir hafa unnið afar gott starf og verið mjög öflugur. AP/Toby Melville

Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur.

Um er að ræða hundruð einstaklinga sem voru fjarlægðir af heimilum sínum vegna fátæktar og fluttir á stofnanir í Ástralíu og Kanada á síðustu öld, þar sem þau voru beitt kynferðisofbeldi.

Prince's Trust er fjárhagslega ábyrgur þar sem hann tók yfir góðgerðasamtökin Fairbridge árið 2012, sem ráku umræddar stofnanir í Ástralíu og Kanada.

Dómtóll á Bretlandseyjum komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að hvert og einn einstaklingur ætti rétt á um 204 þúsund pundum í miskabætur en stjórnedur Prince's Trust segja bæturnar aðeins munu nema um prósent af þeirri upphæð, þar sem sjóðurinn setti ekki meira fé til hliðar vegna málsins.

Fulltrúar fórnarlambanna segja ákvörðuna svívirðu og mógðun og hafa ritað erindi til Karls og hvatt hann til að beita sér fyrir sanngjarnarni málalokum. Í erindinu segir að mörg barnanna hafi aldrei getað lifað eðlilegu lífi sökum þeirrar misnotkunar sem þau sættu á stofnununum.

Samkvæmt Guardian, sem hefur fjallað ítarlega um málið, hefur Buckingham-höll ekki viljað tjá sig um málið og vísað fyrirspurnum á Prince's Trust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×