Helgisagan um þjóðarsátt Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. maí 2023 16:02 Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra birti nýverið pistil á Vísi þar sem hann leggur sitt af mörkum við smíðina á goðsögninni um þjóðarsáttina 1990. Frasarnir sem hann notar einkennast af nokkrum helgisögublæ – samhent átak, framfarabraut og hvorki meira né minna en nýtt upphaf þjóðar. Litlu síðar mætti svo hagfræðingur í Vikulok Rásar 1 sem gekk svo langt í trúarlegri upphafningu þjóðarsáttarinnar að það jaðraði við hagfræðilega nýaldarhyggju: „Svona eru peningamálin, ef þú bara ákveður að lækka verðbólguna og allir taka þátt þá nærðu henni niður.“ Tilgangurinn með þessari helgisögusmíð er auðvitað sá að sannfæra launafólk um að það beri mesta ábyrgð á verðbólgunni og að það þjóni hagsmunum þess best að biðja ekki um kjarabætur sem halda í við verðhækkanir. Þannig hverfi verðbólgan eins og dögg fyrir sólu. Ef við horfum hins vegar aftur í tímann og jafnvel út fyrir landsteinana þá áttum við okkur fljótt á því að helgisögusmíðin um þjóðarsátt er sérkennilega mikil einföldun á veruleikanum. Fyrir þeirri fullyrðingu vil ég nefna þrjár ástæður: 1. Verðbólga var á nær stöðugri niðurleið frá 1980 og fram að þjóðarsáttarsamningunum 1990, fyrir utan árið 1983 þegar verðbólgan reyndist sú hæsta sem mælst hefur hér á landi. Árið 1980 var verðbólga 59% en var komin niður í 21% árið 1989, þ.e. ári áður en þjóðarsáttarsamningar voru undirritaðir og hafði þá lækkað um 38 prósentustig. Á jafn löngu tímabili eftir þjóðarsátt, þ.e. frá 1990 til 1999 lækkaði verðbólgan um 13 prósentustig. Þannig náðist þrefalt meiri árangur í að kveða niður verðbólgu á níu ára tímabili fyrir þjóðarsátt en á jafn löngu tímabili eftir hana. Líklega var árangursríkasta ákvörðunin á þessari vegferð vaxtafrelsið 1984 sem tók á þeim verðbólguhvata sem neikvæðir útlánavextir höfðu verið í pólitískt reknu bankakerfi. Um jákvæð áhrif þessa er meðal annars fjallað í nýlegri ævisögur Jóhannesar Nordal, Lifað með öldinni, þar sem segir að frá 1981 til 1991 hafi sparnaður í hagkerfinu tvöfaldast, farið úr 50% af landsframleiðslu í rúmlega 100%. Þessi stóraukni sparnaður hafi stuðlað að betra jafnvægi í hagkerfinu. 2. Eins og sést á myndinni hér að neðan var hækkun verðbólgu á 8. áratugnum alþjóðlegt vandamál og lækkun verðbólgunnar á seinni hluta þess 9. og alls 10. áratugarins var líka alþjóðleg þróun. Olíukreppan á 8. áratugnum er augljós hvati fyrir hækkun verðbólgu á alþjóðavísu en hröð lækkun olíuverðs á seinni hluta 9. áratugarins og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns á 10. áratugnum eru líklega helstu ástæður lækkunar verðbólgu. Þannig fór meðaltalsverðbólga í þróuðum ríkjum (advanced eonomies) úr því að vera í kringum 12% á 8. áratugnum í um 2% á þeim 10. og fram að þeirri hækkun verðbólgu sem við höfum séð á allra síðustu misserum. 3. Í nýlegri bók Stefáns Ólafssonar, Baráttan um bjargirnar, eru rök færð fyrir því að áhrif þjóðarsáttarinnar hafi verið ofmetin. Hann heldur því fram að breytt gengisstefna, þ.e. aukið gengisaðhald eftir 1990, hafi haft meiri áhrif á að verðbólga lækkaði en hófstilltar launakröfur stéttarfélaga. Þá hafi frá árinu 2001 verið tekið upp verðbólgumarkmið sem fól í sér mikið aðhald gegn gengisfalli og tilheyrandi verðbólgu. Stefán telur að gengi krónunnar sýni fram á þennan árangur en meðalbreyting á raungengi frá 1960 til 1990 hafi verið 1,4% lækkun en frá 1991 til 2020 hafi orðið viðsnúningur með meðaltalshækkun um 0,1% á ári. Þannig hafi breytt gengisstefna verið „meginástæðan fyrir því að verðbólgan komst á mun lægra stig en áratugina þrjá á undan og að úr hinum miklu sveiflum og sviptingum í hagstjórninni dró.“ Það er rannsóknarefni hvernig helgisögur verða til í nútímasamfélagi. Í tilfelli þjóðarsáttarinnar er þó augljóst að þar hafa margir háskólahagfræðingar og stjórnmálamenn og samtök atvinnurekenda haft mest áhrif. Fjölmiðlar hafa síðan endurómað áróðurinn, t.d. þótti fréttamanni Stöðvar 2 óhætt að fullyrða í frétt árið 2018: „Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.“ Fréttastofa RÚV hélt því síðan óhikað fram árið 2020 að það hafi verið „hófleg launahækkun“ þjóðarsáttarsamninganna sem hefði tekist að „hemja verðbólguna og við tóku ár með efnahagslegum stöðugleika.“ En þegar öllu er á botninn hvolft voru það líklega vaxtafrelsið, gengisaðhald, lækkun olíuverðs og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns sem höfðu mest áhrif á það að hér komst á verðstöðugleiki. Höfundur er með pungapróf í sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra birti nýverið pistil á Vísi þar sem hann leggur sitt af mörkum við smíðina á goðsögninni um þjóðarsáttina 1990. Frasarnir sem hann notar einkennast af nokkrum helgisögublæ – samhent átak, framfarabraut og hvorki meira né minna en nýtt upphaf þjóðar. Litlu síðar mætti svo hagfræðingur í Vikulok Rásar 1 sem gekk svo langt í trúarlegri upphafningu þjóðarsáttarinnar að það jaðraði við hagfræðilega nýaldarhyggju: „Svona eru peningamálin, ef þú bara ákveður að lækka verðbólguna og allir taka þátt þá nærðu henni niður.“ Tilgangurinn með þessari helgisögusmíð er auðvitað sá að sannfæra launafólk um að það beri mesta ábyrgð á verðbólgunni og að það þjóni hagsmunum þess best að biðja ekki um kjarabætur sem halda í við verðhækkanir. Þannig hverfi verðbólgan eins og dögg fyrir sólu. Ef við horfum hins vegar aftur í tímann og jafnvel út fyrir landsteinana þá áttum við okkur fljótt á því að helgisögusmíðin um þjóðarsátt er sérkennilega mikil einföldun á veruleikanum. Fyrir þeirri fullyrðingu vil ég nefna þrjár ástæður: 1. Verðbólga var á nær stöðugri niðurleið frá 1980 og fram að þjóðarsáttarsamningunum 1990, fyrir utan árið 1983 þegar verðbólgan reyndist sú hæsta sem mælst hefur hér á landi. Árið 1980 var verðbólga 59% en var komin niður í 21% árið 1989, þ.e. ári áður en þjóðarsáttarsamningar voru undirritaðir og hafði þá lækkað um 38 prósentustig. Á jafn löngu tímabili eftir þjóðarsátt, þ.e. frá 1990 til 1999 lækkaði verðbólgan um 13 prósentustig. Þannig náðist þrefalt meiri árangur í að kveða niður verðbólgu á níu ára tímabili fyrir þjóðarsátt en á jafn löngu tímabili eftir hana. Líklega var árangursríkasta ákvörðunin á þessari vegferð vaxtafrelsið 1984 sem tók á þeim verðbólguhvata sem neikvæðir útlánavextir höfðu verið í pólitískt reknu bankakerfi. Um jákvæð áhrif þessa er meðal annars fjallað í nýlegri ævisögur Jóhannesar Nordal, Lifað með öldinni, þar sem segir að frá 1981 til 1991 hafi sparnaður í hagkerfinu tvöfaldast, farið úr 50% af landsframleiðslu í rúmlega 100%. Þessi stóraukni sparnaður hafi stuðlað að betra jafnvægi í hagkerfinu. 2. Eins og sést á myndinni hér að neðan var hækkun verðbólgu á 8. áratugnum alþjóðlegt vandamál og lækkun verðbólgunnar á seinni hluta þess 9. og alls 10. áratugarins var líka alþjóðleg þróun. Olíukreppan á 8. áratugnum er augljós hvati fyrir hækkun verðbólgu á alþjóðavísu en hröð lækkun olíuverðs á seinni hluta 9. áratugarins og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns á 10. áratugnum eru líklega helstu ástæður lækkunar verðbólgu. Þannig fór meðaltalsverðbólga í þróuðum ríkjum (advanced eonomies) úr því að vera í kringum 12% á 8. áratugnum í um 2% á þeim 10. og fram að þeirri hækkun verðbólgu sem við höfum séð á allra síðustu misserum. 3. Í nýlegri bók Stefáns Ólafssonar, Baráttan um bjargirnar, eru rök færð fyrir því að áhrif þjóðarsáttarinnar hafi verið ofmetin. Hann heldur því fram að breytt gengisstefna, þ.e. aukið gengisaðhald eftir 1990, hafi haft meiri áhrif á að verðbólga lækkaði en hófstilltar launakröfur stéttarfélaga. Þá hafi frá árinu 2001 verið tekið upp verðbólgumarkmið sem fól í sér mikið aðhald gegn gengisfalli og tilheyrandi verðbólgu. Stefán telur að gengi krónunnar sýni fram á þennan árangur en meðalbreyting á raungengi frá 1960 til 1990 hafi verið 1,4% lækkun en frá 1991 til 2020 hafi orðið viðsnúningur með meðaltalshækkun um 0,1% á ári. Þannig hafi breytt gengisstefna verið „meginástæðan fyrir því að verðbólgan komst á mun lægra stig en áratugina þrjá á undan og að úr hinum miklu sveiflum og sviptingum í hagstjórninni dró.“ Það er rannsóknarefni hvernig helgisögur verða til í nútímasamfélagi. Í tilfelli þjóðarsáttarinnar er þó augljóst að þar hafa margir háskólahagfræðingar og stjórnmálamenn og samtök atvinnurekenda haft mest áhrif. Fjölmiðlar hafa síðan endurómað áróðurinn, t.d. þótti fréttamanni Stöðvar 2 óhætt að fullyrða í frétt árið 2018: „Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.“ Fréttastofa RÚV hélt því síðan óhikað fram árið 2020 að það hafi verið „hófleg launahækkun“ þjóðarsáttarsamninganna sem hefði tekist að „hemja verðbólguna og við tóku ár með efnahagslegum stöðugleika.“ En þegar öllu er á botninn hvolft voru það líklega vaxtafrelsið, gengisaðhald, lækkun olíuverðs og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns sem höfðu mest áhrif á það að hér komst á verðstöðugleiki. Höfundur er með pungapróf í sagnfræði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun