„Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 13:01 Nikolaj Hansen og Birnir Snær Ingason fagna saman marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson vill alls ekki eigna sér heiðurinn af frammistöðu Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem hafa spilað mjög vel í upphafi Bestu deildarinnar og eiga mikinn þátt í því að Víkingsliðið er með fullt hús og fimm stiga forskot á toppnum eftir átta umferðir. Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira