Þorgrímur Þráins og N1 undirrita samstarfssamning N1 25. maí 2023 16:01 Þorgrímur Þráinsson, Þyrí Dröfn Konráðsdóttir forstöðukona markaðssviðs N1 og Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri N1 N1 og Þorgrímur Þráinsson hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf fyrirtækisins og fyrirlesarans. Þorgrímur hefur undanfarin ár flutt fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu, í boði N1, fyrir alla 10. bekki á Íslandi, skólunum að kostnaðarlausu. Skólarnir eru vel á annað hundrað og fjöldi nemenda hleypur á þúsundum. Fyrirlestrar Þorgríms hafa verið vel sóttir en undanfarin 5 ár hafa 99% skóla þegið boð Þorgríms um fyrirlestur. Fyrirlesturinn, sem er liðlega 80 mínútur að lengd, samanstendur af um 60 glærum og myndböndum. Um hvatningarfyrirlestur er að ræða þar sem fjallað er um markmiðasetningu, samkennd, vináttu, traust, kærleika, liðsheild og mikilvægi þess að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og sýni öllum virðingu. Þorgrímur gaf út bókina Verum ástfangin af lífinu í nóvember 2021 en hún hefur að geyma það sem Þorgrímur hefur borið á borð fyrir nemendur í rúman áratug, í boði N1. Nýundirritaður samningur Þorgríms og N1 gildir fyrir til loka skólaársins 2023-2024. Stuðningur N1 er í samræmi við stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð og stuðning við yngri kynslóðir landsins, ekki síst í íþrótta- og æskulýðsstarfi. „Það eru forréttindi fyrir mig að fá að blása ungu fólki anda í brjóst á hverjum degi og stuðningur N1, og annarra fyrirtækja, ómetanlegur á þeirri vegferð. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli og við eigum öll að hjálpast að við að styðja unga fólkið. Skólasamfélagið kann vel að meta boðskapinn í Verum ástfangin af lífinu ég mun halda mínu striki á meðan ástríðan er til staðar,“ segir Þorgrímur Þráinsson. Við undirritun samningsins sagði Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðukona markaðssviðs N1, að samstarf N1 og Þorgríms hafi gengið vel á undanförnum árum en N1 hefur styrkt verkefnið frá árinu 2015. Brim og Bláa lónið styrkja verkefnið sömuleiðis. „Fyrirlestur Þorgríms hefur slegið í gegn og það er ánægjulegt að hann muni áfram fá að heyrast í grunnskólum landsins. Við hjá N1 teljum mikilvægt að hlúa vel að unga fólkinu okkar og senda það með gott veganesti út í lífið. Stuðningur við Verum ástfangin af lífinu samræmist þeirra sýn okkar fullkomlega.“ Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Fyrirlesturinn, sem er liðlega 80 mínútur að lengd, samanstendur af um 60 glærum og myndböndum. Um hvatningarfyrirlestur er að ræða þar sem fjallað er um markmiðasetningu, samkennd, vináttu, traust, kærleika, liðsheild og mikilvægi þess að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og sýni öllum virðingu. Þorgrímur gaf út bókina Verum ástfangin af lífinu í nóvember 2021 en hún hefur að geyma það sem Þorgrímur hefur borið á borð fyrir nemendur í rúman áratug, í boði N1. Nýundirritaður samningur Þorgríms og N1 gildir fyrir til loka skólaársins 2023-2024. Stuðningur N1 er í samræmi við stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð og stuðning við yngri kynslóðir landsins, ekki síst í íþrótta- og æskulýðsstarfi. „Það eru forréttindi fyrir mig að fá að blása ungu fólki anda í brjóst á hverjum degi og stuðningur N1, og annarra fyrirtækja, ómetanlegur á þeirri vegferð. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli og við eigum öll að hjálpast að við að styðja unga fólkið. Skólasamfélagið kann vel að meta boðskapinn í Verum ástfangin af lífinu ég mun halda mínu striki á meðan ástríðan er til staðar,“ segir Þorgrímur Þráinsson. Við undirritun samningsins sagði Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðukona markaðssviðs N1, að samstarf N1 og Þorgríms hafi gengið vel á undanförnum árum en N1 hefur styrkt verkefnið frá árinu 2015. Brim og Bláa lónið styrkja verkefnið sömuleiðis. „Fyrirlestur Þorgríms hefur slegið í gegn og það er ánægjulegt að hann muni áfram fá að heyrast í grunnskólum landsins. Við hjá N1 teljum mikilvægt að hlúa vel að unga fólkinu okkar og senda það með gott veganesti út í lífið. Stuðningur við Verum ástfangin af lífinu samræmist þeirra sýn okkar fullkomlega.“
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira