Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. maí 2023 08:00 Hjónin Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Karlsson voru lengst af gagnkynhneigðir giftir fjölskyldumenn og eiga samtals átta börn og fjöldann allan af barnabörnum. Raggi og Siggi komu ekki út úr skápnum fyrr en um miðjan aldur, enda af þeirri kynslóð þar sem fordómar gagnvart samkynhneigð voru mjög miklir. Raggi og Siggi hafa verið saman í tólf ár og eru að lifa drauminn sinn á Kanarí. Búa þar á veturnar en í fallegu einbýlishúsi í Grindavík á sumrin. Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. Samtals eiga þeir átta börn og barnabörnin, að meðtöldum skábarnabörnum og einu skálangafabarni, er orðinn býsna fjölmennur og myndarlegur hópur. Þegar viðtalið er tekið skín sólin skært á Kanarí og eitt barnabarnið er í heimsókn. Ragnar og Sigurður eru alltaf kallaðir Raggi og Siggi. „Meira að segja þegar Raggi er heima á sjónum og ég mæti einn í boð hérna úti, er sagt að Raggi og Siggi séu komnir,“ segir Siggi og báðir skella uppúr. Það sem gerir ástarsögu Ragga og Sigga samt svo sérstaka er að lengst af voru þeir harðgiftir fjölskyldumenn í gagnkynhneigðum samböndum, sem voru langt frá því að koma út úr skápnum. Fyrr en um miðjan aldur. „Ég vissi samt að ég væri gay frá því að ég fékk kynhvötina,“ segir Siggi. Hjá Ragga lágu málin ekki eins ljós fyrir. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um ást og breytta tíma. Raggi Það er gaman að spjalla við Ragga og Sigga og eins og oft einkennir hamingjusöm hjón er stutt í hláturinn og góðlátlegt grínið. Raggi var til dæmis sá af þeim hjónum sem erfiðara var að sannfæra um að koma í viðtal. „Ég hef aldrei viljað láta bera á mér eða vera frægur. Siggi er hins vegar athyglissjúkur,“ segir Raggi með smá prakkarasvip og Siggi skellur uppúr. Ef við byrjum aðeins á sögu Ragga er Raggi alinn upp í Reykjavík og Kópavogi. Raggi lærði kokkinn en varð snemma fjölskyldumaður. Ég eignaðist fyrsta barnið mitt 19 ára. Fyrrverandi konan mín er tveimur og hálfu ári eldri en ég og var búin með Versló þegar að þetta var. Ég var að læra kokkinn, hætti í smá tíma og fór að vinna á fraktara en kláraði kokkinn síðar og sjálf fór hún síðar í viðskiptafræðina í Háskólanum.“ Þegar Raggi var að verða 32 ára voru börnin orðin fjögur en þau eru fædd árið 1984, 1986, 1990 og 1996. Allt drengir nema ein dóttir sem fæddist árið 1990. Áður en börnin fóru að koma, var Raggi samt búinn að fara í meðferð. „Ég byrjaði að drekka 12 ára, fór í meðferð 18 ára og drakk ekki í 25 ár,“ segir Raggi en meira verður komið inn á þann part sögunnar síðar. Almennt segir Raggi fjölskylduárin hafa verið nokkuð góð og hefðbundin. Eins og gengur og gerist hjá fólki sem er að vinna, eignast börn og byggja upp heimili. Sjálfur hafði hann alist upp í því umhverfi þar sem fordómarnir voru gífurlega miklir gagnvart hommum og lesbíum. Eins og margir þekkja frá þeirri kynslóð sem Raggi er. Þar sem hommar, svertingjar og öryrkjar þóttu nánast réttdræpt fólk. Svo harkaleg grimmd gat verið í viðhorfum og tali fólks. Raggi á fjögur börn og drakk ekki í 25 ár. Eftir skilnað við barnsmóður sína byrjaði hann að drekka aftur og þá kom kynhneigðin betur í ljós. Raggi hætti sem betur fer að drekka aftur og kveið mest fyrir því að segja börnunum sínum frá samkynhneigðinni. Hann afréð að tala við þau eitt í einu og segir að þau hafi tekið fréttunum með miklum skilningi; óttinn var að mestu leyti óþarfur í hausnum á honum sjálfum. Siggi Saga Sigga er öðruvísi. Hann ólst lengst af inni í djúpi við Ísafjörð. Og vissi snemma að hann væri samkynhneigður. Kom aldrei til greina að opinbera það þá bara strax? „Nei alls ekki. Hörður Torfason er frændi minn og ég þekkti söguna hans. Hvernig hann var rekinn úr vinnunni fyrir að vera hommi og endaði í raun með að flýja land. Það lá því alveg ljóst fyrir að ég myndi aldrei fara að velja hans leið,“ svarar Siggi rólega. Sem sjálfur fór á heilmikið vertíðarflakk sem stálpaður unglingur og ungur maður. Síðar meir starfaði Siggi sem ráðgjafi hjá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti, í Krýsuvík og víðar í 22-23 ár. Í því starfi hlýtur þú oft að hafa rekist á skjólstæðinga sem voru í sömu sporum: Ekki að opinbera kynhneigð sína. Eða hvað? „Jú mikil ósköp. Ég hitti fullt af mönnum í sömu sporum og ég og var oft að hjálpa þeim að finna hugrekkið sitt til að opna sig og segja frá, vinna í því að fara að líða betur,“ segir Siggi og bætir við: Eftir þá fundi sat ég síðan oft með sjálfum mér og hugsaði „Jæja Sigurður Karlsson, hvað ætlar þú síðan að gera í þínum eigin málum?““ Siggi á þrjár dætur, einn son og einn stjúpson. Barnsmæðurnar eru þrjár og þar af var hann giftur tveimur þeirra. Börn Sigga eru fædd árið 1982, árið 1986, árið 1991 og árið 1993. En hvernig er það: Upplifðir þú ekki ást, hrifningu, tilhugalíf og allt það með þínum konum þótt þú vissir innst inni að þú værir samkynhneigður? Eða hvernig var þetta…..? „Jú mikil ósköp. Ástin og hrifningin var vissulega til staðar,“ segir Siggi og sjá má að Raggi kinkar kolli, augljóslega sammála. „Það sem gerðist samt kannski í öllum mínum samböndum var að fljótt þróuðust þau meira í að verða góð systkinasambönd frekar en samband hjóna,“ skýrir Siggi nánar út. Svo vel tókst Sigga að fela samkynhneigð sína að síðar sagði þekktur einstaklingur úr heimi samkynhneigðra við hann: „Siggi ég fann ekki einu sinni lykt af þér!“ Siggi starfaði í yfir tuttugu ár sem áfengisráðgjafi. Þegar Siggi kom loksins út úr skápnum um miðjan aldur, hélt hann að hann gæti byrjað að drekka aftur. Sem reyndist auðvitað fásinna. Siggi vissi af samkynhneigð sinni frá því að hann fékk kynhvöt enda segir hann hjónaböndin sín með barnsmæðrum sínum fljótt hafa þróast í systkinasambönd. Siggi á fjögur börn og á einni mynd má sjá afabarn Ragga, Aríönnu Elínu, sem einmitt er í heimsókn hjá öfum sínum núna á Kanarí. Að koma út úr skápnum Siggi kom út úr skápnum fjórum árum á undan Ragga og þar er sagan þeirra svolítið öðruvísi líka. Við skulum byrja á sögu Sigga. „Það var þannig hjá mér að eftir seinni skilnaðinn tók ég alveg tvö ár í að skoða sjálfan mig. Deitaði ekki neinn eða neitt. Hitti reyndar mann sem ég fór að vera með um tíma en það er ekki fyrr en kvöldið sem systir mín dó úr MND sem ég ákvað að koma út úr skápnum,“ segir Siggi og bætir við: ,,Málið er að hún var einu ári eldri en ég. Og þegar að hún dó þá man ég að ég hugsaði með mér „Rosalega er þetta líf nú stutt.“ Þetta kvöld sagði ég því hinni systur minni frá því að ég væri gay.“ Og hvernig var það? „Hún tók því auðvitað mjög vel enda er þetta oftast allt í hausnum á manni. Og mér var alveg ofboðslega létt strax á eftir. Leið svo vel að hafa sagt henni frá þessu. Óttinn kom síðar.“ Óttatilfinning Sigga sneri mest að því að segja börnunum sínum frá samkynhneigðinni, en einnig að aðrir í umhverfinu myndu dæma hann mikið fyrir. „En auðvitað var það ekkert þannig. Þetta er alltaf fyrst og fremst í hausnum á manni sjálfum,“ segir Siggi en í spjallinu kemur líka fram að svo margt hefur breyst í tíðaranda og viðhorfi gagnvart samkynhneigð miðað við það sem áður var. Hjá Ragga var þetta öðruvísi. Hann skildi og fór meira að segja í smá tíma að slá sér upp með konu um tíma. „Ég fór hins vegar að drekka aftur og það var í drykkjunni sem samkynhneigðin fór að koma meira fram,“ segir Raggi og til að útskýra hversu mikið rugl það getur nú verið að falla sem alkhólisti í drykkju, með svona pakka á herðunum, sást til að mynda til Ragga vera blindfullan niður í bæ að kyssa karl. Saga sem endaði með að berast einu barna hans. „Ég drakk í eitt og hálft ár, en sem betur fer hætti ég aftur, enda vissi ég það innst inni allan tímann að ég yrði að hætta að drekka. En ég viðurkenni alveg að í töluverðan tíma eftir að ég varð edrú aftur, var ég ekki viss um hvoru megin ég ætlaði að vera,“ segir Raggi. Hvað gerði útslagið? „Ég kynntist Sigga,“ svarar Raggi rólega. Tíðarandinn sem Raggi og Siggi ólust upp við var allt annar en sá sem nú þekkist. Því Raggi og Siggi ólust upp við það að hommar, svertingjar og öryrkjar voru jafnvel réttdræpir í orðræðunni og flestir þekktu sögu Harðar Torfasonar, sem var ekki aðeins rekinn úr vinnu fyrir samkynhneigð sína heldur endaði með að flýja land. Í dag er staðan á Íslandi sem betur fer allt önnur og segja Raggi og Siggi að þeim hafi alls staðar verið tekið mjög vel af vinum og vandamönnum eftir að hafa opinberað kynhneigð sína. Ást og hamingja oft besta hvatningin Siggi fór reyndar í smá rugl eftir að hann kom út úr skápnum. Sérstaklega í hausnum á sér. „Ég fór að drekka aftur því auðvitað sannfærði ég sjálfan mig um að ég væri ekkert alkhólisti. Það hefði bara verið að plaga mig í öll þessi ár að koma ekki út úr skápnum,“ segir Siggi og hristir höfuðið yfir vitleysunni í sjálfum sér. Alkinn getur nefnilega verið svo fljótur að finna leiðir til að sannfæra sjálfan sig um að hann geti drukkið. Og ég gerði það svo sannarlega þarna. Sagði meira fólki að ég hefði verið á launum við það í mörg ár að sannfæra fólk um að alkhólisminn væri sjúkdómur, sem væri bara bull.“ Sem betur fer segir Siggi að hann hafi náð áttum, enda eru hann og Raggi virkir í AA samfélaginu á Kanarí sem stendur fyrir fundum fyrir Íslendinga yfir vetrartímann. En hvað varð til þess að þú hættir aftur að drekka? „Raggi,“ svarar Siggi rólega. Siggi útskýrir að Raggi hafi reyndar sagt við sig að auðvitað gæti hann drukkið áfram ef það væri það sem hann vildi. Hann yrði að ákveða það sjálfur. „En ég bara vissi að ég ætti ekki að gera það og vildi ekki heldur klúðra sambandinu með Ragga,“ segir Siggi. Ástin varð líka mikil hvatning fyrir Ragga. ,,Þegar við Siggi byrjuðum saman var ég ekki kominn formlega út úr skápnum og hann sagðist ætla að gefa mér sex mánuði til þess. Það endaði nú samt þannig að ég var búinn að tala við alla mína nánustu á aðeins mánuði,“ segir Raggi. Sem líka segir að mesta fyrirstaðan sé oftast í hausnum á manni sjálfum. Ég var að vinna á kaffi Nova á þessum tíma sem var um 120 manna vinnustaður. Þar sagði aldrei neinn neitt og þegar að Siggi fór að koma þangað og síðar að vinna með mér þar var bara eins og ekkert hefði verið eðlilegra allan tímann en að ég væri samkynhneigður og að við værum saman. Mér þótti til dæmis mjög vænt um það þegar að ég bryddaði upp á þessu við framkvæmdastjórann sem þá var. Hún var búin að frétta þetta þá og sagði bara við mig: Til hamingju Raggi minn.“ Þá sagði Raggi að börnin hans hefðu líka tekið þessu svo vel. „Það voru helst þau sem ég hugsaði um og ef þau hefðu ekki tekið þessu svona vel eða tekið Sigga svona vel þá værum við ekki hjón. En þau tóku þessu rosalega vel. Ég gerði þetta þannig að tala við þau eitt í einu. Fyrst þann elsta sem spurði mig bara: Ertu hamingjusamur? Þegar að ég sagði Já, var málið bara útrætt.“ Næst ræddi Raggi við næstelsta soninn. Þar hjálpaði húmorinn þeim feðgum að brjóta ísinn. „Hann spurði mig strax hvort þetta þýddi þá að ég væri kominn með kall og hvað hann væri gamall. Ég sagði 25 ára og þá saup hann hveljur því hann var bara 25 ára sjálfur. En auðvitað leiðrétti ég þetta og þá áttum við auðveldara með að slá á létta strengi.“ Þriðja samtalið var við dótturina. „Hún hafði því miður heyrt sögur af mér fullum niður í bæ og sagðist því alveg vita hvað ég væri að fara að segja henni. Ég sagði þá: Allt í lagi, þá þarf ég ekkert að segja þér en þá sagði hún Jú, ég vill að þú segir mér það sjálfur. Sem ég og gerði og auðvitað var það bara gott.“ Erfiðasta samtalið var við yngsta soninn. „Hann tók fréttunum mjög vel gagnvart mér sjálfum. En hann var bara 14 ára þegar að þetta var og á svo viðkvæmum aldri. Hann til dæmis henti öllum vinum sínum út af Facebook-inu mínu til að forðast að einhver myndi segja eitthvað við hann. En auðvitað vissu þetta allir.“ Raggi og Siggi segjast samt aldrei hafa lent í neinum kjaftasögum. Að minnsta kosti ekki svo þeir viti til né eitthvað sem neinu nemi. „Það er líka ekki lengur þannig að það sé verið að spyrja hvor ykkar er þá konan,“ segir Raggi í þeim hluta samtalsins þar sem rætt er um hversu breytt viðhorf samfélagsins er, hversu upplýst fólk er í dag um parasambönd samkynhneigðra miðað við það sem áður var. Sama á við um gamalt viðhorf sem lengi gilti, þar sem fólk byrjaði alltaf á því að tengja umræðu um samkynhneigð við kynlíf. Að karlar gerðu það með körlum. Að konur væru með konum. „Þetta var þannig en er löngu hætt,“ segir Siggi, svo ekki sé talað um hversu opið og upplýst ungt fólk á Íslandi er í dag: Að finnast samkynhneigð eins sjálfsögð og hún í eðli sínu er. Raggi og Siggi segja í raun ómögulegt að vera maður sjálfur ef maður kemur ekki út úr skápnum og opinberar samkynhneigð sína. Þeir luma á mörgum góðum ráðum og eru sjálfir að upplifa mikla ást og hamingju í sínu lífi. Raggi er á sjó mánuð í senn en á Kanarí í mánuð í senn. Siggi er öryrki og hentar Kanarí sérstaklega vel fyrir gigtina sem meðal annars plagar hann. Þeir eru báðir þakklátir fyrir að hafa ekki komið út úr skápnum fyrr, því þá hefðu þeir ekki eignast börnin sín átta. Sólin, sjómennskan, sælan og góð ráð Í dag segjast hjónin vera að lifa drauminn sinn á Kanarí. Markmiðið sé að búa þar á veturna en að nýta fallega einbýlishúsið þeirra í Grindavík á sumrin. Siggi er öryrki, með mikla gigt og því gerir sólin og hitinn honum mun auðveldara fyrir. Raggi dvelur á Kanarí mánuð í senn en fer síðan heim á sjóinn og er þá úti á togara í einn mánuð. Það er því ekki úr vegi að spyrja aðeins um viðhorfið í sjómennskunni. Þar sem fordómar voru eflaust sterkir víða og svo skrýtið samfélag stundum að ekkert þótti eðlilegra en að þar væru fullorðnir menn í sí og æ að horfa á klámmyndir saman. „Oft í hádeginu,“ segir Raggi. En þetta eru algjörlega breyttir tímar. Öll vinnustaðamenning í sjómennskunni hefur hreinlega breyst. „Ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordómum út á sjó. Aldrei. Ekkert nema jákvætt gagnvart mér. Eflaust er nýliðum stundum sagt að það sé einn hommi um borð. En það er þó aldrei neitt sem skiptir neinu máli nema til upplýsinga,“ segir Raggi. Siggi kinkar kolli og úr verður að rifjuð er upp falleg saga frá því í fyrra. Þegar Siggi fór með í túr og skipstjórinn og stýrimaðurinn um borð áttu frumkvæðið að því að gay-pride fáninn var dreginn að húni og honum flaggað á togaranum Baldvin Njálssyni alla gay-pride vikuna í fyrra. Þær gerast varla betri dæmisögurnar um breytt viðhorf í samfélaginu en þessi. Fyrir fimm árum síðan gengu Raggi og Siggi upp að altarinu og giftu sig í Lindarkirkju. Um 120 manns voru í brúðkaupinu, Páll Óskar og Móníka sáu um alla tónlist og séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn sáu um giftinguna sjálfa. Það er svo sem ekkert skrýtið þótt brúðkaupið hafi verið fjölmennt. Því margir þekkja Ragga og Sigga. Ekki síst úr veitingageiranum. Svo farið sé aðeins yfir starfsframann starfaði Raggi í um tvö ár á Horninu, sá um mötuneyti Tollstjóra í sjö ár, Skeljungs á Suðurlandsbraut í um sjö ár og síðan hjá Nova í sjö ár. Siggi fór síðan að starfa með Ragga á kaffi Nova og saman ráku þeir Munaðarnes og þjónustumiðstöðina í þrjú ár. Þá hafði Siggi líka starfað á Kaffi París og verið veitingastjóri á 101 Reykjavík. Þegar að því kom að Raggi og Siggi giftu sig segja þeir að það hafi einfaldlega legið beinast við. Þeir vissu að þeir ætluðu að eyða ævinni saman og því ekkert nema eðlilegt að láta pússa sig saman. Auðvitað voru þarna einhverjir af eldri kynslóðinni sem höfðu aldrei komið í svona brúðkaup áður og maður vissi það alveg. Ég man til dæmis eftir einum frænda mínum sem sagði við mig Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að sjá pabba fella tár í hommabrúðkaupi,“ segir Raggi þegar skemmtilegar minningar úr brúðkaupinu eru rifjaðar upp. Enda brúðkaup samkynhneigðra enn eitt dæmið um breytt samfélag á Íslandi. En hvað þá með góðu ráðin? Ef það er einhver þarna úti, kannski að nálgast miðjan aldur og ekki enn búinn að taka skrefið og koma út úr skápnum, hvaða ráð mynduð þið gefa? „Mér dettur til dæmis í hug að það sé gott að byrja á því að velja einhvern einn sem þú treystir mjög vel og segja frá. Eins og ég gerði með systur mína,“ segir Siggi. „Já og líka bara að muna að mestu fordómarnir eru oftast í hausnum á okkur sjálfum en ekki hjá öðru fólki,“ segir Raggi. Þá segja þeir alla vinnuna með edrúmennskunni hafa hjálpað þeim, því þar gengur AA prógramið líka út á ákveðinn heiðarleika við sjálfan sig, núvitund og fleira. Raggi og Siggi eru líka sammála um að allir hafi rétt á að vera þeir sjálfir og finna hamingjuna. Að koma ekki út úr skápnum þýðir í rauninni að maður er aldrei alveg maður sjálfur. Maður getur ekki verið það. Enda hafa börnin mín sagt við mig að þau komist mun nær mér í samtölum og öðru núna miðað við áður. Sem er einfaldlega mælikvarði á að nú er ég meira ég sjálfur,“ segir Siggi. Samtalið leiðist aðeins út í það að ræða hversu mikilvægt það er að allt fólk leyfi sér að finna sína hamingju. Sama í hverju hún felst. Til dæmis vita hjónin af karlmönnum sem eru giftir konum, mjög óhamingjusamir en hafa einfaldlega tekið ákvörðun um að vera óhamingjusamir vegna þess að þeir vilja ekki taka skrefið. „Oft út af börnunum,“ útskýrir Raggi. „Ég segi samt oft að hamingjan kemur í rauninni bara innan frá. Það hvernig við röðum fólki í kringum okkur er síðan annað og stundum kallar lífið á að þar fari fram ákveðin tiltekt. Því auðvitað eigum við bara að raða fólki í kringum okkur sem eykur á hamingjuna okkar. Vissulega getur þetta stundum verið erfitt því við veljum okkur vini en ekki fjölskyldu, en að finna hamingjuna sína þýðir oft að við komumst ekki undan þessari tiltekt samt sem áður,“ segir Siggi. Ég er samt alveg rosalega þakklátur fyrir það að hafa ekki komið út úr skápnum fyrr en svona seint. Því annars ætti ég ekki börnin mín. Börnin okkar eru það sem skiptir mestu máli í lífinu. Og barnabörnin. Það eru því fullt af góðum minningum og tímum sem maður á frá því að hafa verið í því hlutverki að þau voru að fæðast og alast upp. Og ég er líka þakklátur því að þau ólust upp við það að sjá mig aldrei fullan, því lengst af var ég edrú. En ég hefði aldrei viljað missa af þeim tíma sem ég átti með þeim eða þann kafla í lífinu,“ segir Raggi og Siggi kinkar kolli, eiginmanni sínum fullkomlega sammála. Ást er... Mannréttindi Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Góðu ráðin Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Hinsegin Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Samtals eiga þeir átta börn og barnabörnin, að meðtöldum skábarnabörnum og einu skálangafabarni, er orðinn býsna fjölmennur og myndarlegur hópur. Þegar viðtalið er tekið skín sólin skært á Kanarí og eitt barnabarnið er í heimsókn. Ragnar og Sigurður eru alltaf kallaðir Raggi og Siggi. „Meira að segja þegar Raggi er heima á sjónum og ég mæti einn í boð hérna úti, er sagt að Raggi og Siggi séu komnir,“ segir Siggi og báðir skella uppúr. Það sem gerir ástarsögu Ragga og Sigga samt svo sérstaka er að lengst af voru þeir harðgiftir fjölskyldumenn í gagnkynhneigðum samböndum, sem voru langt frá því að koma út úr skápnum. Fyrr en um miðjan aldur. „Ég vissi samt að ég væri gay frá því að ég fékk kynhvötina,“ segir Siggi. Hjá Ragga lágu málin ekki eins ljós fyrir. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um ást og breytta tíma. Raggi Það er gaman að spjalla við Ragga og Sigga og eins og oft einkennir hamingjusöm hjón er stutt í hláturinn og góðlátlegt grínið. Raggi var til dæmis sá af þeim hjónum sem erfiðara var að sannfæra um að koma í viðtal. „Ég hef aldrei viljað láta bera á mér eða vera frægur. Siggi er hins vegar athyglissjúkur,“ segir Raggi með smá prakkarasvip og Siggi skellur uppúr. Ef við byrjum aðeins á sögu Ragga er Raggi alinn upp í Reykjavík og Kópavogi. Raggi lærði kokkinn en varð snemma fjölskyldumaður. Ég eignaðist fyrsta barnið mitt 19 ára. Fyrrverandi konan mín er tveimur og hálfu ári eldri en ég og var búin með Versló þegar að þetta var. Ég var að læra kokkinn, hætti í smá tíma og fór að vinna á fraktara en kláraði kokkinn síðar og sjálf fór hún síðar í viðskiptafræðina í Háskólanum.“ Þegar Raggi var að verða 32 ára voru börnin orðin fjögur en þau eru fædd árið 1984, 1986, 1990 og 1996. Allt drengir nema ein dóttir sem fæddist árið 1990. Áður en börnin fóru að koma, var Raggi samt búinn að fara í meðferð. „Ég byrjaði að drekka 12 ára, fór í meðferð 18 ára og drakk ekki í 25 ár,“ segir Raggi en meira verður komið inn á þann part sögunnar síðar. Almennt segir Raggi fjölskylduárin hafa verið nokkuð góð og hefðbundin. Eins og gengur og gerist hjá fólki sem er að vinna, eignast börn og byggja upp heimili. Sjálfur hafði hann alist upp í því umhverfi þar sem fordómarnir voru gífurlega miklir gagnvart hommum og lesbíum. Eins og margir þekkja frá þeirri kynslóð sem Raggi er. Þar sem hommar, svertingjar og öryrkjar þóttu nánast réttdræpt fólk. Svo harkaleg grimmd gat verið í viðhorfum og tali fólks. Raggi á fjögur börn og drakk ekki í 25 ár. Eftir skilnað við barnsmóður sína byrjaði hann að drekka aftur og þá kom kynhneigðin betur í ljós. Raggi hætti sem betur fer að drekka aftur og kveið mest fyrir því að segja börnunum sínum frá samkynhneigðinni. Hann afréð að tala við þau eitt í einu og segir að þau hafi tekið fréttunum með miklum skilningi; óttinn var að mestu leyti óþarfur í hausnum á honum sjálfum. Siggi Saga Sigga er öðruvísi. Hann ólst lengst af inni í djúpi við Ísafjörð. Og vissi snemma að hann væri samkynhneigður. Kom aldrei til greina að opinbera það þá bara strax? „Nei alls ekki. Hörður Torfason er frændi minn og ég þekkti söguna hans. Hvernig hann var rekinn úr vinnunni fyrir að vera hommi og endaði í raun með að flýja land. Það lá því alveg ljóst fyrir að ég myndi aldrei fara að velja hans leið,“ svarar Siggi rólega. Sem sjálfur fór á heilmikið vertíðarflakk sem stálpaður unglingur og ungur maður. Síðar meir starfaði Siggi sem ráðgjafi hjá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti, í Krýsuvík og víðar í 22-23 ár. Í því starfi hlýtur þú oft að hafa rekist á skjólstæðinga sem voru í sömu sporum: Ekki að opinbera kynhneigð sína. Eða hvað? „Jú mikil ósköp. Ég hitti fullt af mönnum í sömu sporum og ég og var oft að hjálpa þeim að finna hugrekkið sitt til að opna sig og segja frá, vinna í því að fara að líða betur,“ segir Siggi og bætir við: Eftir þá fundi sat ég síðan oft með sjálfum mér og hugsaði „Jæja Sigurður Karlsson, hvað ætlar þú síðan að gera í þínum eigin málum?““ Siggi á þrjár dætur, einn son og einn stjúpson. Barnsmæðurnar eru þrjár og þar af var hann giftur tveimur þeirra. Börn Sigga eru fædd árið 1982, árið 1986, árið 1991 og árið 1993. En hvernig er það: Upplifðir þú ekki ást, hrifningu, tilhugalíf og allt það með þínum konum þótt þú vissir innst inni að þú værir samkynhneigður? Eða hvernig var þetta…..? „Jú mikil ósköp. Ástin og hrifningin var vissulega til staðar,“ segir Siggi og sjá má að Raggi kinkar kolli, augljóslega sammála. „Það sem gerðist samt kannski í öllum mínum samböndum var að fljótt þróuðust þau meira í að verða góð systkinasambönd frekar en samband hjóna,“ skýrir Siggi nánar út. Svo vel tókst Sigga að fela samkynhneigð sína að síðar sagði þekktur einstaklingur úr heimi samkynhneigðra við hann: „Siggi ég fann ekki einu sinni lykt af þér!“ Siggi starfaði í yfir tuttugu ár sem áfengisráðgjafi. Þegar Siggi kom loksins út úr skápnum um miðjan aldur, hélt hann að hann gæti byrjað að drekka aftur. Sem reyndist auðvitað fásinna. Siggi vissi af samkynhneigð sinni frá því að hann fékk kynhvöt enda segir hann hjónaböndin sín með barnsmæðrum sínum fljótt hafa þróast í systkinasambönd. Siggi á fjögur börn og á einni mynd má sjá afabarn Ragga, Aríönnu Elínu, sem einmitt er í heimsókn hjá öfum sínum núna á Kanarí. Að koma út úr skápnum Siggi kom út úr skápnum fjórum árum á undan Ragga og þar er sagan þeirra svolítið öðruvísi líka. Við skulum byrja á sögu Sigga. „Það var þannig hjá mér að eftir seinni skilnaðinn tók ég alveg tvö ár í að skoða sjálfan mig. Deitaði ekki neinn eða neitt. Hitti reyndar mann sem ég fór að vera með um tíma en það er ekki fyrr en kvöldið sem systir mín dó úr MND sem ég ákvað að koma út úr skápnum,“ segir Siggi og bætir við: ,,Málið er að hún var einu ári eldri en ég. Og þegar að hún dó þá man ég að ég hugsaði með mér „Rosalega er þetta líf nú stutt.“ Þetta kvöld sagði ég því hinni systur minni frá því að ég væri gay.“ Og hvernig var það? „Hún tók því auðvitað mjög vel enda er þetta oftast allt í hausnum á manni. Og mér var alveg ofboðslega létt strax á eftir. Leið svo vel að hafa sagt henni frá þessu. Óttinn kom síðar.“ Óttatilfinning Sigga sneri mest að því að segja börnunum sínum frá samkynhneigðinni, en einnig að aðrir í umhverfinu myndu dæma hann mikið fyrir. „En auðvitað var það ekkert þannig. Þetta er alltaf fyrst og fremst í hausnum á manni sjálfum,“ segir Siggi en í spjallinu kemur líka fram að svo margt hefur breyst í tíðaranda og viðhorfi gagnvart samkynhneigð miðað við það sem áður var. Hjá Ragga var þetta öðruvísi. Hann skildi og fór meira að segja í smá tíma að slá sér upp með konu um tíma. „Ég fór hins vegar að drekka aftur og það var í drykkjunni sem samkynhneigðin fór að koma meira fram,“ segir Raggi og til að útskýra hversu mikið rugl það getur nú verið að falla sem alkhólisti í drykkju, með svona pakka á herðunum, sást til að mynda til Ragga vera blindfullan niður í bæ að kyssa karl. Saga sem endaði með að berast einu barna hans. „Ég drakk í eitt og hálft ár, en sem betur fer hætti ég aftur, enda vissi ég það innst inni allan tímann að ég yrði að hætta að drekka. En ég viðurkenni alveg að í töluverðan tíma eftir að ég varð edrú aftur, var ég ekki viss um hvoru megin ég ætlaði að vera,“ segir Raggi. Hvað gerði útslagið? „Ég kynntist Sigga,“ svarar Raggi rólega. Tíðarandinn sem Raggi og Siggi ólust upp við var allt annar en sá sem nú þekkist. Því Raggi og Siggi ólust upp við það að hommar, svertingjar og öryrkjar voru jafnvel réttdræpir í orðræðunni og flestir þekktu sögu Harðar Torfasonar, sem var ekki aðeins rekinn úr vinnu fyrir samkynhneigð sína heldur endaði með að flýja land. Í dag er staðan á Íslandi sem betur fer allt önnur og segja Raggi og Siggi að þeim hafi alls staðar verið tekið mjög vel af vinum og vandamönnum eftir að hafa opinberað kynhneigð sína. Ást og hamingja oft besta hvatningin Siggi fór reyndar í smá rugl eftir að hann kom út úr skápnum. Sérstaklega í hausnum á sér. „Ég fór að drekka aftur því auðvitað sannfærði ég sjálfan mig um að ég væri ekkert alkhólisti. Það hefði bara verið að plaga mig í öll þessi ár að koma ekki út úr skápnum,“ segir Siggi og hristir höfuðið yfir vitleysunni í sjálfum sér. Alkinn getur nefnilega verið svo fljótur að finna leiðir til að sannfæra sjálfan sig um að hann geti drukkið. Og ég gerði það svo sannarlega þarna. Sagði meira fólki að ég hefði verið á launum við það í mörg ár að sannfæra fólk um að alkhólisminn væri sjúkdómur, sem væri bara bull.“ Sem betur fer segir Siggi að hann hafi náð áttum, enda eru hann og Raggi virkir í AA samfélaginu á Kanarí sem stendur fyrir fundum fyrir Íslendinga yfir vetrartímann. En hvað varð til þess að þú hættir aftur að drekka? „Raggi,“ svarar Siggi rólega. Siggi útskýrir að Raggi hafi reyndar sagt við sig að auðvitað gæti hann drukkið áfram ef það væri það sem hann vildi. Hann yrði að ákveða það sjálfur. „En ég bara vissi að ég ætti ekki að gera það og vildi ekki heldur klúðra sambandinu með Ragga,“ segir Siggi. Ástin varð líka mikil hvatning fyrir Ragga. ,,Þegar við Siggi byrjuðum saman var ég ekki kominn formlega út úr skápnum og hann sagðist ætla að gefa mér sex mánuði til þess. Það endaði nú samt þannig að ég var búinn að tala við alla mína nánustu á aðeins mánuði,“ segir Raggi. Sem líka segir að mesta fyrirstaðan sé oftast í hausnum á manni sjálfum. Ég var að vinna á kaffi Nova á þessum tíma sem var um 120 manna vinnustaður. Þar sagði aldrei neinn neitt og þegar að Siggi fór að koma þangað og síðar að vinna með mér þar var bara eins og ekkert hefði verið eðlilegra allan tímann en að ég væri samkynhneigður og að við værum saman. Mér þótti til dæmis mjög vænt um það þegar að ég bryddaði upp á þessu við framkvæmdastjórann sem þá var. Hún var búin að frétta þetta þá og sagði bara við mig: Til hamingju Raggi minn.“ Þá sagði Raggi að börnin hans hefðu líka tekið þessu svo vel. „Það voru helst þau sem ég hugsaði um og ef þau hefðu ekki tekið þessu svona vel eða tekið Sigga svona vel þá værum við ekki hjón. En þau tóku þessu rosalega vel. Ég gerði þetta þannig að tala við þau eitt í einu. Fyrst þann elsta sem spurði mig bara: Ertu hamingjusamur? Þegar að ég sagði Já, var málið bara útrætt.“ Næst ræddi Raggi við næstelsta soninn. Þar hjálpaði húmorinn þeim feðgum að brjóta ísinn. „Hann spurði mig strax hvort þetta þýddi þá að ég væri kominn með kall og hvað hann væri gamall. Ég sagði 25 ára og þá saup hann hveljur því hann var bara 25 ára sjálfur. En auðvitað leiðrétti ég þetta og þá áttum við auðveldara með að slá á létta strengi.“ Þriðja samtalið var við dótturina. „Hún hafði því miður heyrt sögur af mér fullum niður í bæ og sagðist því alveg vita hvað ég væri að fara að segja henni. Ég sagði þá: Allt í lagi, þá þarf ég ekkert að segja þér en þá sagði hún Jú, ég vill að þú segir mér það sjálfur. Sem ég og gerði og auðvitað var það bara gott.“ Erfiðasta samtalið var við yngsta soninn. „Hann tók fréttunum mjög vel gagnvart mér sjálfum. En hann var bara 14 ára þegar að þetta var og á svo viðkvæmum aldri. Hann til dæmis henti öllum vinum sínum út af Facebook-inu mínu til að forðast að einhver myndi segja eitthvað við hann. En auðvitað vissu þetta allir.“ Raggi og Siggi segjast samt aldrei hafa lent í neinum kjaftasögum. Að minnsta kosti ekki svo þeir viti til né eitthvað sem neinu nemi. „Það er líka ekki lengur þannig að það sé verið að spyrja hvor ykkar er þá konan,“ segir Raggi í þeim hluta samtalsins þar sem rætt er um hversu breytt viðhorf samfélagsins er, hversu upplýst fólk er í dag um parasambönd samkynhneigðra miðað við það sem áður var. Sama á við um gamalt viðhorf sem lengi gilti, þar sem fólk byrjaði alltaf á því að tengja umræðu um samkynhneigð við kynlíf. Að karlar gerðu það með körlum. Að konur væru með konum. „Þetta var þannig en er löngu hætt,“ segir Siggi, svo ekki sé talað um hversu opið og upplýst ungt fólk á Íslandi er í dag: Að finnast samkynhneigð eins sjálfsögð og hún í eðli sínu er. Raggi og Siggi segja í raun ómögulegt að vera maður sjálfur ef maður kemur ekki út úr skápnum og opinberar samkynhneigð sína. Þeir luma á mörgum góðum ráðum og eru sjálfir að upplifa mikla ást og hamingju í sínu lífi. Raggi er á sjó mánuð í senn en á Kanarí í mánuð í senn. Siggi er öryrki og hentar Kanarí sérstaklega vel fyrir gigtina sem meðal annars plagar hann. Þeir eru báðir þakklátir fyrir að hafa ekki komið út úr skápnum fyrr, því þá hefðu þeir ekki eignast börnin sín átta. Sólin, sjómennskan, sælan og góð ráð Í dag segjast hjónin vera að lifa drauminn sinn á Kanarí. Markmiðið sé að búa þar á veturna en að nýta fallega einbýlishúsið þeirra í Grindavík á sumrin. Siggi er öryrki, með mikla gigt og því gerir sólin og hitinn honum mun auðveldara fyrir. Raggi dvelur á Kanarí mánuð í senn en fer síðan heim á sjóinn og er þá úti á togara í einn mánuð. Það er því ekki úr vegi að spyrja aðeins um viðhorfið í sjómennskunni. Þar sem fordómar voru eflaust sterkir víða og svo skrýtið samfélag stundum að ekkert þótti eðlilegra en að þar væru fullorðnir menn í sí og æ að horfa á klámmyndir saman. „Oft í hádeginu,“ segir Raggi. En þetta eru algjörlega breyttir tímar. Öll vinnustaðamenning í sjómennskunni hefur hreinlega breyst. „Ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordómum út á sjó. Aldrei. Ekkert nema jákvætt gagnvart mér. Eflaust er nýliðum stundum sagt að það sé einn hommi um borð. En það er þó aldrei neitt sem skiptir neinu máli nema til upplýsinga,“ segir Raggi. Siggi kinkar kolli og úr verður að rifjuð er upp falleg saga frá því í fyrra. Þegar Siggi fór með í túr og skipstjórinn og stýrimaðurinn um borð áttu frumkvæðið að því að gay-pride fáninn var dreginn að húni og honum flaggað á togaranum Baldvin Njálssyni alla gay-pride vikuna í fyrra. Þær gerast varla betri dæmisögurnar um breytt viðhorf í samfélaginu en þessi. Fyrir fimm árum síðan gengu Raggi og Siggi upp að altarinu og giftu sig í Lindarkirkju. Um 120 manns voru í brúðkaupinu, Páll Óskar og Móníka sáu um alla tónlist og séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn sáu um giftinguna sjálfa. Það er svo sem ekkert skrýtið þótt brúðkaupið hafi verið fjölmennt. Því margir þekkja Ragga og Sigga. Ekki síst úr veitingageiranum. Svo farið sé aðeins yfir starfsframann starfaði Raggi í um tvö ár á Horninu, sá um mötuneyti Tollstjóra í sjö ár, Skeljungs á Suðurlandsbraut í um sjö ár og síðan hjá Nova í sjö ár. Siggi fór síðan að starfa með Ragga á kaffi Nova og saman ráku þeir Munaðarnes og þjónustumiðstöðina í þrjú ár. Þá hafði Siggi líka starfað á Kaffi París og verið veitingastjóri á 101 Reykjavík. Þegar að því kom að Raggi og Siggi giftu sig segja þeir að það hafi einfaldlega legið beinast við. Þeir vissu að þeir ætluðu að eyða ævinni saman og því ekkert nema eðlilegt að láta pússa sig saman. Auðvitað voru þarna einhverjir af eldri kynslóðinni sem höfðu aldrei komið í svona brúðkaup áður og maður vissi það alveg. Ég man til dæmis eftir einum frænda mínum sem sagði við mig Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að sjá pabba fella tár í hommabrúðkaupi,“ segir Raggi þegar skemmtilegar minningar úr brúðkaupinu eru rifjaðar upp. Enda brúðkaup samkynhneigðra enn eitt dæmið um breytt samfélag á Íslandi. En hvað þá með góðu ráðin? Ef það er einhver þarna úti, kannski að nálgast miðjan aldur og ekki enn búinn að taka skrefið og koma út úr skápnum, hvaða ráð mynduð þið gefa? „Mér dettur til dæmis í hug að það sé gott að byrja á því að velja einhvern einn sem þú treystir mjög vel og segja frá. Eins og ég gerði með systur mína,“ segir Siggi. „Já og líka bara að muna að mestu fordómarnir eru oftast í hausnum á okkur sjálfum en ekki hjá öðru fólki,“ segir Raggi. Þá segja þeir alla vinnuna með edrúmennskunni hafa hjálpað þeim, því þar gengur AA prógramið líka út á ákveðinn heiðarleika við sjálfan sig, núvitund og fleira. Raggi og Siggi eru líka sammála um að allir hafi rétt á að vera þeir sjálfir og finna hamingjuna. Að koma ekki út úr skápnum þýðir í rauninni að maður er aldrei alveg maður sjálfur. Maður getur ekki verið það. Enda hafa börnin mín sagt við mig að þau komist mun nær mér í samtölum og öðru núna miðað við áður. Sem er einfaldlega mælikvarði á að nú er ég meira ég sjálfur,“ segir Siggi. Samtalið leiðist aðeins út í það að ræða hversu mikilvægt það er að allt fólk leyfi sér að finna sína hamingju. Sama í hverju hún felst. Til dæmis vita hjónin af karlmönnum sem eru giftir konum, mjög óhamingjusamir en hafa einfaldlega tekið ákvörðun um að vera óhamingjusamir vegna þess að þeir vilja ekki taka skrefið. „Oft út af börnunum,“ útskýrir Raggi. „Ég segi samt oft að hamingjan kemur í rauninni bara innan frá. Það hvernig við röðum fólki í kringum okkur er síðan annað og stundum kallar lífið á að þar fari fram ákveðin tiltekt. Því auðvitað eigum við bara að raða fólki í kringum okkur sem eykur á hamingjuna okkar. Vissulega getur þetta stundum verið erfitt því við veljum okkur vini en ekki fjölskyldu, en að finna hamingjuna sína þýðir oft að við komumst ekki undan þessari tiltekt samt sem áður,“ segir Siggi. Ég er samt alveg rosalega þakklátur fyrir það að hafa ekki komið út úr skápnum fyrr en svona seint. Því annars ætti ég ekki börnin mín. Börnin okkar eru það sem skiptir mestu máli í lífinu. Og barnabörnin. Það eru því fullt af góðum minningum og tímum sem maður á frá því að hafa verið í því hlutverki að þau voru að fæðast og alast upp. Og ég er líka þakklátur því að þau ólust upp við það að sjá mig aldrei fullan, því lengst af var ég edrú. En ég hefði aldrei viljað missa af þeim tíma sem ég átti með þeim eða þann kafla í lífinu,“ segir Raggi og Siggi kinkar kolli, eiginmanni sínum fullkomlega sammála.
Ást er... Mannréttindi Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Góðu ráðin Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Hinsegin Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00