Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2023 11:44 Bernard sagðist vilja varpa ljósi á raunverulegar afleiðingar takmarkana á aðgengi að þungunarrofi. Getty/Washington Post/Kaiti Sullivan Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Bernard var að auki sektuð en má halda áfram störfum. Ríkissaksóknarinn Todd Rokita, sem er Repúblikani og yfirlýstur andstæðingur þungunarrofs, hefur freistað þess að láta Bernard gjalda fyrir að veita stúlkunni umrædda þjónustu. Þess ber að geta að allir sem sitja í fagráðinu eru útnefndir af ríkisstjóranum, sem einnig er Repúblikani. Vinnuveitandi Bernard, Indiana University Health, komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið gegn siðareglum með viðtalinu, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á stúlkuna út frá því sem hún Bernard sagði. Málið vakti gríðarlega athygli vestanhafs þar sem það átti sér stað skömmu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri eigin niðurstöðu í Roe gegn Wade. Stúlkan, sem bjó í Ohio, leitaði til Indiana eftir að þungunarrof var bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í heimaríki hennar. Bernard ræddi nafnlaust um málið við blaðamann og vakti umfjöllunin gríðarlega athygli en formaður fagnefndarinnar sem fjallaði um ásakanirnar á hendur Bernard sagði hana góðan lækni og að hún hefði ekki séð fyrir sér að viðtalið færi í jafn víðtæka dreifingu og raun bar vitni. Rokita hefur fagnað áminningunni en sjálf sagði Bernard fyrir nefndinni að málið væri pólitískt. Hún hefði ekki látið uppi neinar persónuupplýsingar um stúlkuna og menn hefðu aðeins farið að grafast fyrir um hana þegar andstæðingar þungunarrofs héldu því fram að hún væri uppspuni Bernard. Bernard sagði það skyldu sína sem heilbrigðisstarfsmanns að fræða almenning um mikilvæg mál er vörðuðu lýðheilsu, ekki síst um kvenheilsu þar sem það væri hennar sérsvið. Hún steig fram þegar umræða var í gangi um að taka upp svipaðar takmarkanir í Indiana og í Ohio. Þær eru nú orðnar að veruleika, með ákveðnum undanþágum þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bernard var að auki sektuð en má halda áfram störfum. Ríkissaksóknarinn Todd Rokita, sem er Repúblikani og yfirlýstur andstæðingur þungunarrofs, hefur freistað þess að láta Bernard gjalda fyrir að veita stúlkunni umrædda þjónustu. Þess ber að geta að allir sem sitja í fagráðinu eru útnefndir af ríkisstjóranum, sem einnig er Repúblikani. Vinnuveitandi Bernard, Indiana University Health, komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið gegn siðareglum með viðtalinu, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á stúlkuna út frá því sem hún Bernard sagði. Málið vakti gríðarlega athygli vestanhafs þar sem það átti sér stað skömmu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri eigin niðurstöðu í Roe gegn Wade. Stúlkan, sem bjó í Ohio, leitaði til Indiana eftir að þungunarrof var bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í heimaríki hennar. Bernard ræddi nafnlaust um málið við blaðamann og vakti umfjöllunin gríðarlega athygli en formaður fagnefndarinnar sem fjallaði um ásakanirnar á hendur Bernard sagði hana góðan lækni og að hún hefði ekki séð fyrir sér að viðtalið færi í jafn víðtæka dreifingu og raun bar vitni. Rokita hefur fagnað áminningunni en sjálf sagði Bernard fyrir nefndinni að málið væri pólitískt. Hún hefði ekki látið uppi neinar persónuupplýsingar um stúlkuna og menn hefðu aðeins farið að grafast fyrir um hana þegar andstæðingar þungunarrofs héldu því fram að hún væri uppspuni Bernard. Bernard sagði það skyldu sína sem heilbrigðisstarfsmanns að fræða almenning um mikilvæg mál er vörðuðu lýðheilsu, ekki síst um kvenheilsu þar sem það væri hennar sérsvið. Hún steig fram þegar umræða var í gangi um að taka upp svipaðar takmarkanir í Indiana og í Ohio. Þær eru nú orðnar að veruleika, með ákveðnum undanþágum þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira