Umfjöllun viðtöl og myndir: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Hinrik Wöhler skrifar 28. maí 2023 20:54 Fylkismenn fagna sigri dagsins. Vísir/Diego Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. Fylkir vann mikilvægan sigur á ÍBV á Würth vellinum í níundu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1, Orri Sveinn Stefánsson og Óskar Borgþórsson með mörk heimamanna en Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark ÍBV. Með sigrinum ná Fylkismenn að slíta sig frá liðunum í fallsætunum en eftir níu leiki sitja Eyjamenn í næstneðsta sæti með sex stig en Fylkir hefur safnað tíu stigum. Vísir/Diego Það var hressandi suðvestanátt og rigning í Árbænum þegar Pétur Guðmundsson flautaði leikinn á í dag. Eyjamenn voru búnir að endurheimta fyrirliðann Eið Aron Sigurbjörnsson úr leikbanni en urðu fyrir áfalli áður en leikurinn hófst en Eiður Aron meiddist í upphitun og gat ekki tekið þátt í leiknum. Vísir/Diego Heimamenn voru sprækari til að byrja með en hröð sókn Eyjamanna á tíundu mínútu endaði með laglegu marki frá Alex Frey Hilmarssyni. Eyþór Daði Kjartansson, sem kom inn í liðið fyrir Eið Aron, átti hnitmiðaða sendingu á Arnar Breka Gunnarsson á vinstri vængnum sem kom boltanum fyrir markið þar sem Alex Freyr var mættur og kláraði viðstöðulaust í netið. Heimamenn fengu sín færi, Guy Smit varði vel frá Nikulás Val eftir klafs í teignum um miðbik fyrri hálfleiks. Nokkrum mínútum síðar fékk Pétur Bjarnason, sóknarmaður Fylkis, gott færi inn í markteig en skallaði yfir markið. Vísir/Diego ÍBV þurfti að gera aðra breytingu eftir aðeins 24. mínútna leik en Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór út af vellinum meiddur eftir að hafa fengið fast skot Óskars Borgþórssonar í ökklann. Eftir tæplega hálftíma leik fengu heimamenn hornspyrnu sem Arnór Breki Ásþórsson tók. Boltinn sveif í gegnum vörn Eyjamanna og endaði hjá Orra Sveini Stefánssyni sem var kominn á fjærstöngina. Orri hafði betur við Alex Frey og kláraði færið af stuttu færi en það má setja spurningarmerki við varnarleik Eyjamanna í markinu. Vísir/Diego Staðan var jöfn, 1-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja eftir 45 mínútna leik. Á 54. mínútu fékk Óskar Borgþórsson boltann fyrir utan teig og lét vaða á markið. Skotið fór í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV, og þaðan í netið en Guy Smit var kominn í hitt hornið og átti ekki möguleika að ná til knattarins. Heppnisstimpill yfir markinu og heimamenn komnir yfir, 2-1. Vísir/Diego Það kom aukinn kraftur í Eyjamenn eftir markið. Sverrir Páll Hjaltested fékk fínt færi stuttu síðar en skallaði framhjá markinu. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að minnka muninn en fengu fá opin færi í síðari hálfleik. Vörn Fylkismanna stóðst áhlaupið og gríðarlega mikilvægur sigur heimamanna staðreynd. Af hverju vann Fylkir? Leikurinn var jafn og gat hæglega endað báðum megin. Lukkan var hliðholl heimamönnum í dag en sigurmark Óskars hafði viðkomu í Sigurði Arnari, varnarmanni ÍBV, og breytti um stefnu. Varnarmenn Fylkis vörðust vel í síðari hálfleik og fékk ÍBV fá góð færi þegar þeir sóttu sem mest. Hverjir stóðu upp úr? Orri Sveinn Stefánsson stóð sína plikt á báðum endum vallarins. Skoraði fyrra mark Fylkismanna og stýrði vörninni. Óskar Borgþórsson var einnig líflegur fyrir framan mark andstæðingana ásamt því að skora sigurmarkið. Hvað gekk illa? Meiðsli voru að gera Eyjamönnum lífið leitt og riðlaðist leikur þeirra fyrir vikið. Þeir missa einn af máttarstólpum liðsins í meiðsli örfáum mínútum fyrir leik. Eftir rúmar tuttugu mínútur þurfa þeir að gera aðra breytingu þegar Halldór Þórðarson fer út af velli meiddur. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli fyrir bæði lið en næstu leikir liðanna í Bestu deild karla er á fimmtudag. ÍBV tekur á móti HK á Hásteinsvelli en Fylkir fær annan heimaleik og eru það KR-ingar sem koma í heimsókn. Rúnar Páll: „Það er stígandi í öllu því sem við erum að gera“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, tók fagnandi á móti stigunum þremur í Árbænum í dag og eru hans lærisveinar ósigraðir í síðustu þremur leikjum. „Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig, bara frábær stig. Mikilvægt að ná fram sigri í þessari umferð, það getur margt gerst og veitir okkur sjálfstraust að vinna tvo og gera eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum. Við verðum að halda áfram og það er stígandi í öllu því sem við erum að gera. Við höfum oft spilað betur, ÍBV gaf okkur lítinn tíma til að spila og voru ótrúlega aggresívir, þetta var erfiður leikur hjá okkur en við klárum þennan leik og gerðum það vel,“ sagði Rúnar Páll við Vísi eftir leik. Rúnar viðurkennir að liðið hefur átt betri leiki í sumar en er að sjálfsögðu afar ánægður með sigurinn. „Maður kvartar aldrei yfir frammistöðu þegar við vinnum leiki en við höfum oft spilað betur. Við vörðumst og gerðum það feykivel. Sendingar inn á milli og annað slíkt sem við getum gert betur, ÍBV gaf okkur lítinn tíma og voru alltaf ofan í okkur sem gerði okkur erfitt fyrir. Við máttum ekki tapa boltanum á miðsvæðinu því þeir geta refsað. Hrikalega stoltur af drengjunum, það er erfitt að koma til baka og þeir eiga hrós skilið.“ Margir spáðu Fylkismönnum falli fyrir tímabilið en með sigrinum nær liðið að slíta sig frá fallbaráttunni, í bili allavega. Þeir eru fjórum stigum frá fallsæti þegar þriðjungur af Íslandsmótinu er búinn. „Við töpum leikjum og við vinnum leiki, þannig er þetta sport. Við þurfum bara að núllstilla okkur eftir einn einasta leik, hvort sem við vinnum eða töpum. Við leggjum okkur alltaf fram, það er lykilþátturinn í þessu,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Orri Sveinn: „Þetta var kannski ekki fallegasta mark í heimi Fylkismenn fagna marki.Vísir/Diego Orri Sveinn Stefánsson, miðvörður Fylkis, var á skotskónum í dag og ræddi við Vísi eftir sigurleikinn. „Þetta var mjög sætt. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og þetta voru hörku þrjú stig hjá okkur í dag á móti öflugu Eyjaliði,“ sagði Orri stuttu eftir leik. Orri Sveinn skoraði eftir hálftíma leik en hornspyrna Arnórs Breka endaði hjá Orra sem náði að koma sér fram fyrir varnarmann ÍBV og koma boltanum yfir línuna. „Þetta var kannski ekki fallegasta mark í heimi en ég var bara réttur maður á réttum stað og potaði honum inn, það var sætt.“ Fylkismenn eru ósigraðir í síðustu þremur leikjum og er tímabilið farið að líta betur út fyrir Árbæinga. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með uppbygginguna hjá okkur í síðustu leikjum. Við erum búnir að vera í ágætis stigasöfnun í síðustu þremur leikjum og það er stígandi í spilamennskunni hjá okkur. Mér líst bara vel á framhaldið og við horfum bara upp á við“ „Mér fannst sigurinn sanngjarn, við vorum yfir á nánast öllum vígstöðvum í dag og héldum þeim vel í seinni hálfleik. Skoruðum tvö góð mörk í dag þó það hafi verið smá heppnisstimpill yfir seinna markinu hjá okkur en það þarf stundum líka,“ sagði Orri Sveinn eftir leikinn í Árbænum í dag. Besta deild karla Fylkir ÍBV
Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. Fylkir vann mikilvægan sigur á ÍBV á Würth vellinum í níundu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1, Orri Sveinn Stefánsson og Óskar Borgþórsson með mörk heimamanna en Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark ÍBV. Með sigrinum ná Fylkismenn að slíta sig frá liðunum í fallsætunum en eftir níu leiki sitja Eyjamenn í næstneðsta sæti með sex stig en Fylkir hefur safnað tíu stigum. Vísir/Diego Það var hressandi suðvestanátt og rigning í Árbænum þegar Pétur Guðmundsson flautaði leikinn á í dag. Eyjamenn voru búnir að endurheimta fyrirliðann Eið Aron Sigurbjörnsson úr leikbanni en urðu fyrir áfalli áður en leikurinn hófst en Eiður Aron meiddist í upphitun og gat ekki tekið þátt í leiknum. Vísir/Diego Heimamenn voru sprækari til að byrja með en hröð sókn Eyjamanna á tíundu mínútu endaði með laglegu marki frá Alex Frey Hilmarssyni. Eyþór Daði Kjartansson, sem kom inn í liðið fyrir Eið Aron, átti hnitmiðaða sendingu á Arnar Breka Gunnarsson á vinstri vængnum sem kom boltanum fyrir markið þar sem Alex Freyr var mættur og kláraði viðstöðulaust í netið. Heimamenn fengu sín færi, Guy Smit varði vel frá Nikulás Val eftir klafs í teignum um miðbik fyrri hálfleiks. Nokkrum mínútum síðar fékk Pétur Bjarnason, sóknarmaður Fylkis, gott færi inn í markteig en skallaði yfir markið. Vísir/Diego ÍBV þurfti að gera aðra breytingu eftir aðeins 24. mínútna leik en Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór út af vellinum meiddur eftir að hafa fengið fast skot Óskars Borgþórssonar í ökklann. Eftir tæplega hálftíma leik fengu heimamenn hornspyrnu sem Arnór Breki Ásþórsson tók. Boltinn sveif í gegnum vörn Eyjamanna og endaði hjá Orra Sveini Stefánssyni sem var kominn á fjærstöngina. Orri hafði betur við Alex Frey og kláraði færið af stuttu færi en það má setja spurningarmerki við varnarleik Eyjamanna í markinu. Vísir/Diego Staðan var jöfn, 1-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja eftir 45 mínútna leik. Á 54. mínútu fékk Óskar Borgþórsson boltann fyrir utan teig og lét vaða á markið. Skotið fór í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV, og þaðan í netið en Guy Smit var kominn í hitt hornið og átti ekki möguleika að ná til knattarins. Heppnisstimpill yfir markinu og heimamenn komnir yfir, 2-1. Vísir/Diego Það kom aukinn kraftur í Eyjamenn eftir markið. Sverrir Páll Hjaltested fékk fínt færi stuttu síðar en skallaði framhjá markinu. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að minnka muninn en fengu fá opin færi í síðari hálfleik. Vörn Fylkismanna stóðst áhlaupið og gríðarlega mikilvægur sigur heimamanna staðreynd. Af hverju vann Fylkir? Leikurinn var jafn og gat hæglega endað báðum megin. Lukkan var hliðholl heimamönnum í dag en sigurmark Óskars hafði viðkomu í Sigurði Arnari, varnarmanni ÍBV, og breytti um stefnu. Varnarmenn Fylkis vörðust vel í síðari hálfleik og fékk ÍBV fá góð færi þegar þeir sóttu sem mest. Hverjir stóðu upp úr? Orri Sveinn Stefánsson stóð sína plikt á báðum endum vallarins. Skoraði fyrra mark Fylkismanna og stýrði vörninni. Óskar Borgþórsson var einnig líflegur fyrir framan mark andstæðingana ásamt því að skora sigurmarkið. Hvað gekk illa? Meiðsli voru að gera Eyjamönnum lífið leitt og riðlaðist leikur þeirra fyrir vikið. Þeir missa einn af máttarstólpum liðsins í meiðsli örfáum mínútum fyrir leik. Eftir rúmar tuttugu mínútur þurfa þeir að gera aðra breytingu þegar Halldór Þórðarson fer út af velli meiddur. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli fyrir bæði lið en næstu leikir liðanna í Bestu deild karla er á fimmtudag. ÍBV tekur á móti HK á Hásteinsvelli en Fylkir fær annan heimaleik og eru það KR-ingar sem koma í heimsókn. Rúnar Páll: „Það er stígandi í öllu því sem við erum að gera“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, tók fagnandi á móti stigunum þremur í Árbænum í dag og eru hans lærisveinar ósigraðir í síðustu þremur leikjum. „Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig, bara frábær stig. Mikilvægt að ná fram sigri í þessari umferð, það getur margt gerst og veitir okkur sjálfstraust að vinna tvo og gera eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum. Við verðum að halda áfram og það er stígandi í öllu því sem við erum að gera. Við höfum oft spilað betur, ÍBV gaf okkur lítinn tíma til að spila og voru ótrúlega aggresívir, þetta var erfiður leikur hjá okkur en við klárum þennan leik og gerðum það vel,“ sagði Rúnar Páll við Vísi eftir leik. Rúnar viðurkennir að liðið hefur átt betri leiki í sumar en er að sjálfsögðu afar ánægður með sigurinn. „Maður kvartar aldrei yfir frammistöðu þegar við vinnum leiki en við höfum oft spilað betur. Við vörðumst og gerðum það feykivel. Sendingar inn á milli og annað slíkt sem við getum gert betur, ÍBV gaf okkur lítinn tíma og voru alltaf ofan í okkur sem gerði okkur erfitt fyrir. Við máttum ekki tapa boltanum á miðsvæðinu því þeir geta refsað. Hrikalega stoltur af drengjunum, það er erfitt að koma til baka og þeir eiga hrós skilið.“ Margir spáðu Fylkismönnum falli fyrir tímabilið en með sigrinum nær liðið að slíta sig frá fallbaráttunni, í bili allavega. Þeir eru fjórum stigum frá fallsæti þegar þriðjungur af Íslandsmótinu er búinn. „Við töpum leikjum og við vinnum leiki, þannig er þetta sport. Við þurfum bara að núllstilla okkur eftir einn einasta leik, hvort sem við vinnum eða töpum. Við leggjum okkur alltaf fram, það er lykilþátturinn í þessu,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Orri Sveinn: „Þetta var kannski ekki fallegasta mark í heimi Fylkismenn fagna marki.Vísir/Diego Orri Sveinn Stefánsson, miðvörður Fylkis, var á skotskónum í dag og ræddi við Vísi eftir sigurleikinn. „Þetta var mjög sætt. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og þetta voru hörku þrjú stig hjá okkur í dag á móti öflugu Eyjaliði,“ sagði Orri stuttu eftir leik. Orri Sveinn skoraði eftir hálftíma leik en hornspyrna Arnórs Breka endaði hjá Orra sem náði að koma sér fram fyrir varnarmann ÍBV og koma boltanum yfir línuna. „Þetta var kannski ekki fallegasta mark í heimi en ég var bara réttur maður á réttum stað og potaði honum inn, það var sætt.“ Fylkismenn eru ósigraðir í síðustu þremur leikjum og er tímabilið farið að líta betur út fyrir Árbæinga. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með uppbygginguna hjá okkur í síðustu leikjum. Við erum búnir að vera í ágætis stigasöfnun í síðustu þremur leikjum og það er stígandi í spilamennskunni hjá okkur. Mér líst bara vel á framhaldið og við horfum bara upp á við“ „Mér fannst sigurinn sanngjarn, við vorum yfir á nánast öllum vígstöðvum í dag og héldum þeim vel í seinni hálfleik. Skoruðum tvö góð mörk í dag þó það hafi verið smá heppnisstimpill yfir seinna markinu hjá okkur en það þarf stundum líka,“ sagði Orri Sveinn eftir leikinn í Árbænum í dag.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti