Lífið

Tímamót í lífi Mari og Njarðar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Parið hefur verið saman í sex mánuði og ætla nú að flytja inn saman.
Parið hefur verið saman í sex mánuði og ætla nú að flytja inn saman. Mari Jaersk.

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verk­efna­stjóri hjá Öss­uri, tilkynntu í sameiginlegri færslu á Instagram í dag að þau ætla að flytja inn saman.

Parið hefur verið saman í sex mánuði sem hafa einkennst af hæðum og lægðum.

„Hann svo sannarlega bætir mig og hjálpar mér að komast á jörðina. Við erum eins og litlir krakkar- svo spennt,“ skrifaði Mari auk þess að viðurkenna að nokkur hamingjutár hafi fallið. 

Hamingjuóskum rignir yfir parið vegna tímamótanna. 

Mari og Njörður voru stödd í Þýskalandi á dögunum þar sem hún keppti í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fór fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring og hafði þá hlaupið um 227 kílómetra. 

Af samfélagsmiðlum að dæma stóð Njörður þétt við bakið á sinni konu og er án efa stoltur af henni fyrir þennan stórkostlega árangur.


Tengdar fréttir

Mari Jaersk komin á fast með Nirði

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur fundið ástina í badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Mari birti mynd af parinu á Instagram í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag. Þar eru þau í faðmlögum og með badmintonspaða í hönd.

Mari Jaersk lauk keppni á 34. hring

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur lokið keppni í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring en þá hafði hún hlaupið um 227 kílómetra, hvorki meira né minna. 

Mari Jaersk sigraði Bakgarð 101 eftir 43 hringi

Mari Jaersk bar sigur úr býtum í Bakgarði 101 en hlaupinu lauk rétt fyrir klukkan 4 í nótt. Mari hljóp 43 hringi, samtals 288,1 km, en í öðru sæti var Þorleifur Þorleifsson, sem hóf 43. hringinn en snéri við eftir um 15 mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×