Verðmat Íslandsbanka hækkar þrátt fyrir dekkri horfur í efnahagslífinu
![Íslandsbanki](https://www.visir.is/i/9AFF6C3211FBEDF38D2610D01DD94AD9D5A725049A45E34C6DC24FE93D1FCA33_713x0.jpg)
Verðmat Íslandsbanka hækkar um átta prósent þrátt fyrir að horfur í efnahagslífinu séu dekkri en við gerð síðasta verðmats. Vaxtamunur bankans hefur aukist en vaxtatekjur eru styrkasta stoð bankarekstrar og helsti virðishvati hans. Vaxtahækkanir Seðlabanka hafa almennt jákvæð áhrif á vaxtamun auk þess sem starfsmenn bankans hafa verið iðnir við að sækja handa honum fé á fjármagnsmarkaði, segir í verðmati.