Segir stórsókn í heilbrigðismálum helst felast í fjárfestingum í steypu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. maí 2023 23:00 Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Stöð 2/Ívar Fannar Stjórn Læknafélags Íslands krefst þess að gripið verði til markvissra aðgerða í heilbrigðiskerfinu í ákalli til stjórnvalda. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir stöðuna alvarlega um allt kerfið. „Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“ Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
„Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“
Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira