Atvikið átti sér stað á 10. mínútu leiksins en í kjölfarið hlaut Lockyer aðhlynningu inn á vellinum áður en hann var borinn af velli á sjúkrabörum.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum er Lockyer nú með meðvitund en hann hefur verið fluttur á nærliggjandi sjúkrahús þar sem hann mun gangast undir frekari rannsóknir.
Sigurvegarinn í leik Luton Town og Coventry City, sem nú er í gangi, tryggir sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.